Vertu memm

Uppskriftir

Flatkökur – Flatkaka

Birting:

þann

Café Loki

Nýbökuð flatkaka með hangikjöti, baunasalati og rófustöppu er mjög góð samsetning
Mynd úr safni: Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari

150 g hveiti
150 g heilhveiti
150 g rúgmjöl
100 g sykur
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
400 g heit mjólk

Blandið öllum þurrefnunum saman, setjið heita mjólkina saman við og hrærið í gott deig. Fletjið deigið mjög þunnt út og skerið niður í hring, pikkið með gaffli hér og þar.

Bakið deigið á mjög heitri pönnu þar til góður litur er kominn, snúið þá við og bakið hinum megin þar til fallegur litur er kominn á kökuna.

Úðið kökurnar með vatni þegar búið er að baka þær og leggið rakan klút yfir þær.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið