Uppskriftir
Flatkökur – Flatkaka

Nýbökuð flatkaka með hangikjöti, baunasalati og rófustöppu er mjög góð samsetning
Mynd úr safni: Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari
150 g hveiti
150 g heilhveiti
150 g rúgmjöl
100 g sykur
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
400 g heit mjólk
Blandið öllum þurrefnunum saman, setjið heita mjólkina saman við og hrærið í gott deig. Fletjið deigið mjög þunnt út og skerið niður í hring, pikkið með gaffli hér og þar.
Bakið deigið á mjög heitri pönnu þar til góður litur er kominn, snúið þá við og bakið hinum megin þar til fallegur litur er kominn á kökuna.
Úðið kökurnar með vatni þegar búið er að baka þær og leggið rakan klút yfir þær.

-
Keppni20 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við