Markaðurinn
Ferskar, sætar og ómótstæðilegar sumarsnittur – Rjómaostur með hvítu súkkulaði breytir öllu
Þessar snittur koma svo skemmtilega á óvart og eru fullkomnar á veisluborð með köldum drykk. Rjómaostur með hvítu súkkulaði er stjarnan og passar einstaklega vel með ferskum ávöxtum, myntu og límónu. Það er Helena Gunnarsdóttir, matgæðingur hjá Gott í matinn, sem færir ykkur þessa girnilegu uppskrift.
Sætar sumarsnittur
1 stórt snittubrauð
smjör eftir þörfum
1 askja jarðarber
15 græn vínber
1 vel þroskað mangó
1 Rjómaostur með hvítu súkkulaði
2 msk. sykur
1 límóna
nokkur fersk myntulauf
Aðferð:
- Skerið snittubrauðið í þunnar sneiðar og steikið upp úr smjöri á pönnu þar til fallega gyllt báðu megin. Raðið á disk og látið kólna.
- Skerið ávextina mjög smátt og blandið saman í skál.
- Rífið börkinn af einni límónu og setjið í skál ásamt sykri og nokkrum smátt söxuðum myntublöðum. Blandið þessu vel saman.
- Smyrjið u.þ.b. 2 tsk. af rjómaostinum á hverja snittu. Dreifið ávaxtablöndunni yfir og toppið loks með límonu, myntusykrinum og skreytið með myntublaði.
- Berið fram strax.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni21 klukkustund síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






