Markaðurinn
Ferskar, sætar og ómótstæðilegar sumarsnittur – Rjómaostur með hvítu súkkulaði breytir öllu
Þessar snittur koma svo skemmtilega á óvart og eru fullkomnar á veisluborð með köldum drykk. Rjómaostur með hvítu súkkulaði er stjarnan og passar einstaklega vel með ferskum ávöxtum, myntu og límónu. Það er Helena Gunnarsdóttir, matgæðingur hjá Gott í matinn, sem færir ykkur þessa girnilegu uppskrift.
Sætar sumarsnittur
1 stórt snittubrauð
smjör eftir þörfum
1 askja jarðarber
15 græn vínber
1 vel þroskað mangó
1 Rjómaostur með hvítu súkkulaði
2 msk. sykur
1 límóna
nokkur fersk myntulauf
Aðferð:
- Skerið snittubrauðið í þunnar sneiðar og steikið upp úr smjöri á pönnu þar til fallega gyllt báðu megin. Raðið á disk og látið kólna.
- Skerið ávextina mjög smátt og blandið saman í skál.
- Rífið börkinn af einni límónu og setjið í skál ásamt sykri og nokkrum smátt söxuðum myntublöðum. Blandið þessu vel saman.
- Smyrjið u.þ.b. 2 tsk. af rjómaostinum á hverja snittu. Dreifið ávaxtablöndunni yfir og toppið loks með límonu, myntusykrinum og skreytið með myntublaði.
- Berið fram strax.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






