Keppni
Ferðin í gær gekk vel, þrátt fyrir mikið hafurtask – Myndir
Ferðin í gær hjá Kokkalandsliðinu gekk vel, þrátt fyrir mikið hafurtask, en fyrir utan farangur liðsmanna voru 79 kassar af matvælum og búnaði. Lent var í Frankfurt og þaðan var keyrt í um 3 tíma til Erfurt þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Ekkert gefið eftir og strax farið að vinna við komuna á hótelið og fram undir miðnætti.
Tveir Íslenskir dómarar dæma á Ólympíuleikunum en það eru þeir Bjarni Gunnar Kristinsson og Jakob H. Magnússon matreiðslumeistarar.
Nú er liðið við vinnu í æfingaeldhúsinu sem sett var upp á hótelinu, við undirbúning á kalda borðinu, sem keppt verður í á sunnudag 23. október næstkomandi. Kokkalandsliðið keppir svo í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.
Með fylgja myndir frá ferðalaginu í gær og af undirbúningnum í dag:
Um Ólympíuleikana
Ólympíuleikarnir, IKA Culinary Olympics, er haldin á fjögurra ára fresti. Þar mætast um 2.000 af færustu kokkum heimsins sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hófst í dag 21. október og stendur til 26. október. Lið frá um 40 þjóðum keppa á leikunum. Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum, annars vegar er keppt í köldu borði eða Culinary Art Table og hins vegar er keppt í heitum mat eða Hot Kitchen. Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Í Culinary Art Table eru sýndir yfir 30 réttir sem tekur rúmlega tvo sólarhringa að útbúa. Dómarar alls staðar að úr heiminum með tilheyrandi réttindi dæma í keppnunum þar sem meðal annars er tekið mið af bragði, útliti, samsetningu, hráefnisvali og fagmennsku við undirbúning og matargerð.
Núna snappar veitingageirinn frá Þýskalandi þar sem fylgst verður með Kokkalandsliðinu. Fylgist vel með á Snapchat og addið: veitingageirinn
Allar fréttir á einum stað
Hægt er að fylgjast vel með Kokkalandsliðinu á sérvef liðsins hér á veitingageirinn.is með því að smella hér.
Myndir: Stefanía Ingvarsdóttir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?