Uppskriftir
Fasanasúpa með villigrjónum og sveppum
Uppskriftin er fengin úr matreiðslubók frá veiðihúsi og veitingastaðnum Traxler’s í Minnesota, sem er frægt fyrir afburða góða matseld á villibráð.
Fasanasúpan hefur verið á matseðlinum í mörg ár við miklar vinsældir gesta.
Smjörbolla: 1.dl. brætt smjör og 1 dl. Hveiti. Blandið saman og hitið. Eldið í 5-15 mín. svo það líkist hnetusmjöri. Passið að brenna ekki. Setjið til hliðar og haldið heitu.
1.dl. Soðin villihrísgrjón.
2.dl. Mjólk.
1/2 dl. Rjómi.
Kjúklingakrydd, eftir smekk.
6 tsk. Smjör.
2 Hvítlauksgeirar, smátt skornir.
4 dl. Fasanakjöt – Fasani. (má nota kjúkling eða kalkún)
1/4 dl.afhýddar möndlur.
1 blaðlaukur, skorinn í hringi.
2 dl. Sellerý, niðursneidd.
2 dl. Gulrætur, niðursneiddar.
1 tsk. Krydd (Sage)
1 tsk. Rósmarín (ferskt)
1 dl. Sveppir, niðurskornir.
Aðferð:
Hitið 4 tsk. af smjöri á djúpri pönnu, bætið útí gulrótum, sellerý, blaðlauk og afhýddum hnetum. Steikið í 8-10 mín. Sigtið að því loknu og setjið til hliðar og haldið heitu (soðinu-kraftinum).
Bætið útí mjólk, rjóma, kjúklingakryddi í pottinn og eldið yfir meðal háum hita. Bætið bræddu smjöri út á pönnuna og steikið fasanakjötið, rósmarín, kryddi (Sage) og sveppunum í 8-10 mín eða þar til kjötið er tilbúið. Bætið því síðan út í súpuna.
Bætið villihrísgrjónum út í pottinn og hitið þar til sýður. Lækkið hitan og bætið smjörbollunni út í og þykkið eftir smekk. Borið fram með heitu brauði.
Fasanar finnast víða um heim þar sem þeir verpa ágætlega sem búrfuglar og geta aðlagað sig ýmis konar veðurfari. Rjúpur eru náskyldar fasönum.
Mynd: úr safni

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata