Uppskriftir
Fasanasúpa með villigrjónum og sveppum
Uppskriftin er fengin úr matreiðslubók frá veiðihúsi og veitingastaðnum Traxler’s í Minnesota, sem er frægt fyrir afburða góða matseld á villibráð.
Fasanasúpan hefur verið á matseðlinum í mörg ár við miklar vinsældir gesta.
Smjörbolla: 1.dl. brætt smjör og 1 dl. Hveiti. Blandið saman og hitið. Eldið í 5-15 mín. svo það líkist hnetusmjöri. Passið að brenna ekki. Setjið til hliðar og haldið heitu.
1.dl. Soðin villihrísgrjón.
2.dl. Mjólk.
1/2 dl. Rjómi.
Kjúklingakrydd, eftir smekk.
6 tsk. Smjör.
2 Hvítlauksgeirar, smátt skornir.
4 dl. Fasanakjöt – Fasani. (má nota kjúkling eða kalkún)
1/4 dl.afhýddar möndlur.
1 blaðlaukur, skorinn í hringi.
2 dl. Sellerý, niðursneidd.
2 dl. Gulrætur, niðursneiddar.
1 tsk. Krydd (Sage)
1 tsk. Rósmarín (ferskt)
1 dl. Sveppir, niðurskornir.
Aðferð:
Hitið 4 tsk. af smjöri á djúpri pönnu, bætið útí gulrótum, sellerý, blaðlauk og afhýddum hnetum. Steikið í 8-10 mín. Sigtið að því loknu og setjið til hliðar og haldið heitu (soðinu-kraftinum).
Bætið útí mjólk, rjóma, kjúklingakryddi í pottinn og eldið yfir meðal háum hita. Bætið bræddu smjöri út á pönnuna og steikið fasanakjötið, rósmarín, kryddi (Sage) og sveppunum í 8-10 mín eða þar til kjötið er tilbúið. Bætið því síðan út í súpuna.
Bætið villihrísgrjónum út í pottinn og hitið þar til sýður. Lækkið hitan og bætið smjörbollunni út í og þykkið eftir smekk. Borið fram með heitu brauði.
Fasanar finnast víða um heim þar sem þeir verpa ágætlega sem búrfuglar og geta aðlagað sig ýmis konar veðurfari. Rjúpur eru náskyldar fasönum.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana