Keppni
Eyrún, Hákon og Lena keppa til úrslita í Nemakeppni Kornax 2019
Hörð barátta var í undankeppni í Nemakeppni Kornax í bakstri 2019 þar sem sjö keppendur kepptu um þrjú efstu sætin í úrslitakeppnina, en keppnin var haldin í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi.
Keppendur áttu að baka eina stóra brauðtegund, smábrauðategund og þrjár vínarbrauðstegundir að auki skraut-stykki sem var frjálst þema.
Þeir sem kepptu í undankeppninni voru (raðað í stafrófsröð):
- Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Reynir bakari
- Eyþór Andrason, Bakarameistarinn
- Fannar Yngvi Rafnarsson, Björnsbakarí
- Hákon Hilmarsson, Aðalbakarinn Siglufirði
- Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, Guðna bakarí
- Lena Björk Hjaltadóttir, Sandholt
- Viktor Ingason IKEA bakarí
Úrslit
Það voru síðan Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Hákon Hilmarsson og Lena Björk Hjaltadóttir sem komust áfram í úrslitakeppnina sem fram fer 22. og 23. febrúar næstkomandi. Fylgist vel með hér á veitingageirinn.is.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024