Frétt
Eru skordýr, gersveppir og örþörungar próteingjafar framtíðarinnar?
Markmiðið með nýjum próteingjöfum á borð við skordýr og örþörunga er að minnka umhverfisáhrif, draga úr sóun, vatnsnotkun og kolefnisspori.
Í verkefninu NextGenProteins sem leitt var af Matís, einu stærsta verkefni sem fengist hefur styrkur fyrir á Íslandi, var sýnt fram á að það er raunverulega hægt að þróa matvörur fyrir fólk og fóður fyrir dýr sem inniheldur þessi hráefni.
Vörur sem eru þá fyrir vikið í mörgum tilvikum hollari og umhverfisvænni kostur.
Evrópska samstarfsverkefnið NextGenProteins var styrkt af Horizon 2020 sjóðnum og miðaði að því að þróa, hagræða og fínstilla framleiðslu þriggja nýpróteina sem framleidd eru á sjálfbæran hátt, og fullgilda notkun þeirra í ýmsum matvælum og fóðri.
Birgir Örn Smárason, fagstjóri hjá Matís leiddi verkefnið en því lauk seint á síðasta ári eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu.
Hann segir mikilvægt að fjölga sjálfbærum valmöguleikum sem við höfum þegar kemur að próteingjöfum í matnum okkar vegna þess að jarðarbúum fjölgar hratt og það verða mun fleiri munnar að fæða í heiminum innan fárra ára.
Próteinin sem voru til skoðunar í verkefninu voru skordýraprótein unnin úr hliðarafurðum matvælaframleiðslu, einfrumuprótein sem er gersveppamassi sem þrífst á sykrum afurða úr skógarvinnslu og örþörungar sem ræktaðir eru að miklu leiti á útblæstri CO2 úr orkuvinnslu jarðvarmavirkjunar á Hellisheiði.
Í verkefninu voru gerðar fjölbreyttar neytendakannanir og skynmat á vörum með nýju próteingjöfunum því mikilvægt er að fá innsýn neytandans, skoða hvað neytendur vilja borða og hvernig þeir vilja borða það.
„Sýnt var fram á leiðir til þess að vinna með neytendum og fá þeirra samþykki og við lögðum fram stefnumarkandi tillögur í þeim tilgangi að einfalda og breyta regluverki og stefnumálum stjórnvalda í átt að sjálfbærara matvælakerfi“
segir Birgir.
Öllum helstu markmiðum NextGenProteins verkefnisins var náð og slíkur árangur getur rutt veginn fyrir nýsköpun og nýjum lausnum við þeim áskorunum sem núverandi matvælakerfi heimsins standa frammi fyrir.
Aukin framleiðsla og neysla nýrra próteina gæti gegnt mikilvægu hlutverki við endurheimt vistkerfa og minnkað kolefnisfótspor landbúnaðar á heimsvísu, sem samkvæmt nýlegum áætlunum FAO eru ábyrg fyrir 31% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannanna völdum.
Rannsóknir á borð við þessar snúast þannig ekki aðeins um breytingar á mataræði heldur eru þær grundvöllur fyrir sjálfbærari framtíð jarðarinnar og ört fjölgandi íbúa hennar.
Myndir: aðsendar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas