Sverrir Halldórsson
Erjur milli Hótel 101 og Gamla bíós
Alls óvíst er hvort hægt verði að nota nýuppgert Gamla bíó til tónleikahalds vegna krafna eigenda Hótels 101, sem stendur við hliðina á bíóinu, um takmarkanir á hávaða frá húsinu.
Á heimasíðunni hringbraut.is segir að kröfur hóteleigandans geta sett rekstur Gamla bíós í uppnám, enda var endurgerð þess hugsuð í þá veru að þar væri hægt að bjóða upp á alhliða menningarsamkomur, þar á meðal tónleika af öllu tagi, svo sem rokktónleika. Tónlistarmenn hugsuðu sér enda gott til glóðarinnar þegar endurbætur voru hafnar á þessu sögufræga húsi við neðanvert Ingólfsstrætið, en meðalstórir tónleikasalir hafa verið mjög af skornum skammti eftir að Nasa var lokað. Þeir hafa bent á að staðir sem taka á bilinu 300 til 600 manns séu einkar hagkvæm stærð til tónleikahalds; Harpa þyki á stundum full til dýr, stór og ópersónuleg og litlir persónulegir staðir eins og Rósenberg standa ekki alltaf undir rekstri tónleika sem eitthvað kveður að.
Af þessum sökum horfðu tónlistarmenn vonglaðir til nýja salarins í Gamla bíói, enda er hann allur hinn glæsilegasti og sniðinn til tónleikahalds af öllu tagi.
En nú er sumsé komið babb í bátinn. Samkvæmt upplýsingum Hringbrautar er þegar byrjað að aflýsa áformuðum tónleikum í húsinu sakir krafna eiganda Hótels 101 um að setja svokallaðan „limiter“ á hátalarakerfið. Það þýðir að styrkur hljóðkerfisins má ekki fara yfir 95 desibil. Það merkir með öðrum orðum að allir venjulegir popptónleikar eru óhugsandi á staðnum, svo sem næstu Gay Pride tónleikar sem fyrirhugaður voru í bíóhúsinu gamla í næsta mánuði, en nú er verið að leita að öðru húsnæði fyrir þá.
Niðurstaðan er því þessi:
Tónlistin verður látin lúffa fyrir kvartandi lundadúkkukaupandi túristum,
eins og einn tónleikarahaldari orðaði það á dögunum, frekar fúll yfir því að flottasti tónleikasalur landsins verði aðeins nothæfur fyrir blokkflautu og fiðlu í friðsaömum brúðkaupsveislum, að .því er fram kemur á vefnum hringbraut.is.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s