Sverrir Halldórsson
Erjur milli Hótel 101 og Gamla bíós
Alls óvíst er hvort hægt verði að nota nýuppgert Gamla bíó til tónleikahalds vegna krafna eigenda Hótels 101, sem stendur við hliðina á bíóinu, um takmarkanir á hávaða frá húsinu.
Á heimasíðunni hringbraut.is segir að kröfur hóteleigandans geta sett rekstur Gamla bíós í uppnám, enda var endurgerð þess hugsuð í þá veru að þar væri hægt að bjóða upp á alhliða menningarsamkomur, þar á meðal tónleika af öllu tagi, svo sem rokktónleika. Tónlistarmenn hugsuðu sér enda gott til glóðarinnar þegar endurbætur voru hafnar á þessu sögufræga húsi við neðanvert Ingólfsstrætið, en meðalstórir tónleikasalir hafa verið mjög af skornum skammti eftir að Nasa var lokað. Þeir hafa bent á að staðir sem taka á bilinu 300 til 600 manns séu einkar hagkvæm stærð til tónleikahalds; Harpa þyki á stundum full til dýr, stór og ópersónuleg og litlir persónulegir staðir eins og Rósenberg standa ekki alltaf undir rekstri tónleika sem eitthvað kveður að.
Af þessum sökum horfðu tónlistarmenn vonglaðir til nýja salarins í Gamla bíói, enda er hann allur hinn glæsilegasti og sniðinn til tónleikahalds af öllu tagi.
En nú er sumsé komið babb í bátinn. Samkvæmt upplýsingum Hringbrautar er þegar byrjað að aflýsa áformuðum tónleikum í húsinu sakir krafna eiganda Hótels 101 um að setja svokallaðan „limiter“ á hátalarakerfið. Það þýðir að styrkur hljóðkerfisins má ekki fara yfir 95 desibil. Það merkir með öðrum orðum að allir venjulegir popptónleikar eru óhugsandi á staðnum, svo sem næstu Gay Pride tónleikar sem fyrirhugaður voru í bíóhúsinu gamla í næsta mánuði, en nú er verið að leita að öðru húsnæði fyrir þá.
Niðurstaðan er því þessi:
Tónlistin verður látin lúffa fyrir kvartandi lundadúkkukaupandi túristum,
eins og einn tónleikarahaldari orðaði það á dögunum, frekar fúll yfir því að flottasti tónleikasalur landsins verði aðeins nothæfur fyrir blokkflautu og fiðlu í friðsaömum brúðkaupsveislum, að .því er fram kemur á vefnum hringbraut.is.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






