Viðtöl, örfréttir & frumraun
Er veitingarekstur að fara inn í gullöld?
Á heimasíðu Viðskiptablaðsins má lesa um velgengni veitingahúsa sem skila góðum hagnaði og halda mætti að veitingarekstur sé að detta inn í gullöld, en mikill hagnaður er hjá fjölmörgum veitingahúsum:
Hagnaður hjá Hlöllabátum
7 milljóna afgangur af sölu á sósuríkum samlokum og bátum hjá Hlöllabátum. Rekstur Hlöllabáta ehf. skilaði rúmlega 7,1 milljónar króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokkur aukning frá árinu 2011 þegar félagið skilaði tæplega 3,9 milljóna hagnaði af sölu á bátum og samlokum.
Hlöllabátar sem margir tengja við síðkvöldssnarl um helgar eru í eigu Hlöðvers Sigurðssonar. Félagið var með neikvætt eigið fé upp á rúma eina milljóna í lok síðasta árs. Ekki var neinn arður greiddur út úr félaginu á síðasta ári.
Ölstofan skilar áfram hagnaði
Sex milljóna króna hagnaður var af rekstri Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrra. Rétt rúmlega sex milljóna króna hagnaður var af rekstri Ölstofu Kormáks og Skjaldar á árinu 2012, samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er aðeins lakari niðurstaða en árið 2011 þegar um 9 milljóna hagnaður var af rekstri kráarinnar.
Á síðasta ári voru 4,2 milljónir greiddar í arð vegna reksturs fyrra árs en árið 2011 námu arðgreiðslur 3 milljónum króna. Eignir félagsins nema alls um 48 milljónum og er eigið fé þess jákvætt um tæpar 24 milljónir.
Ölstofan hefur verið rekin af þeim Skildi Sigurjónssyni og Kormáki Geirharðssyni í um tíu ár en þeir eiga helmingshlut hvor í rekstrinum.
Matsala skilar FoodCo 200 milljónum
Móðurfélag American Style og Saffran skilaði margfalt meiri hagnaði í fyrra en árið áður. Hagnaður veitingahúsafélagsins FoodCo nam tæpum 198 milljónum króna á árinu 2012 samanborið við 53 milljóna hagnað árið áður. Alls seldi félagið mat fyrir yfir 3 milljarða króna á síðasta ári. Sala nam rúmum 2,4 milljörðum árið 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem nýverið var skilað til ársreikningaskrár RSK.
FoodCo á og rekur matsölustaðina American Style, Eldsmiðjuna, Aktu taktu, Greifann á Akureyri, Pítuna og Saffran. Eignir félagsins á síðasta ári námu um 1,7 milljörðum króna. Skuldir voru um 950 milljónir, þar af námu langtímaskuldir um 415 milljónum. Alls störfuðu að meðaltali 450 manns hjá félaginu á árinu 2012 og fjölgaði þeim um 20 milli ára.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!