Uppskriftir
Epla og Bláberjapie
Deig:
2,5 dl sigtað hveiti
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
50 gr smjör
1 stk þeytt egg
Fylling:
300 gr bláber
2 græn epli, flysjuð og skorin í teninga
1 stk sítróna, safinn og fínrifinn börkurinn
1,5 dl púðusykur
50 gr valhnetur
Kanilsykur
Blandið saman því sem er í deiginu og hnoðið upp í kúlu. Takið helmingin af deiginu og fletjið út með kefli, leggið deigið í smurt formið og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 8-10 mín. Kælið.
Blandið saman efninu í fyllinguna og setjið í formið. Fletjið út hinn helmingin af deiginu og leggið yfir bökuna. Þrystið deiginu vel á barmana og stráið kanil yfir bökuna.
Bakið við 200 gráður í 30 mínútur.
Framreiðið bökuna volga með vanilluís.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný