Vertu memm

Uppskriftir

Epla og Bláberjapie

Birting:

þann

Bláber

Deig:
2,5 dl sigtað hveiti
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
50 gr smjör
1 stk þeytt egg

Fylling:
300 gr bláber
2 græn epli, flysjuð og skorin í teninga
1 stk sítróna, safinn og fínrifinn börkurinn
1,5 dl púðusykur
50 gr valhnetur
Kanilsykur

Blandið saman því sem er í deiginu og hnoðið upp í kúlu. Takið helmingin af deiginu og fletjið út með kefli, leggið deigið í smurt formið og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 8-10 mín. Kælið.

Blandið saman efninu í fyllinguna og setjið í formið. Fletjið út hinn helmingin af deiginu og leggið yfir bökuna. Þrystið deiginu vel á barmana og stráið kanil yfir bökuna.

Bakið við 200 gráður í 30 mínútur.

Framreiðið bökuna volga með vanilluís.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið