Vertu memm

Pistlar

Endurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara

Birting:

þann

Mynd frá stofnun Klúbbs Framreiðslumeistara árið 2014.

Undanfarin ár hefur myndast umræða hjá fagfólki í veitingargeiranum varðandi framtíð framreiðslumanna, minnkandi aðsókn í námið hefur verið áhyggjuefni ásamt hverfandi framtíðarmöguleikum í faginu.

Fagmenn í dag eru ekki einungis að útskrifast úr Framreiðslu í Matvælaskólanum, einnig hafa aðrar námsleiðir rutt sér til rúms, eins og hótelstjórnun í Háskóla íslands og César Ritz, vínþjóna nám, til dæmis hjá the Wine and Spirit Education Trust í Lundúnum, og ótal barþjóna og kokteila námskeið.

Hefur því verið tekin ákvörðun um að endurvekja Klúbb Framreiðslumeistara með það að markmiði að styrkja framreiðslumenn ásamt því að bjóða þá fagmenn sem hafa farið aðrar leiðir í náminu velkomna.

Sjá einnig:  Klúbbur Framreiðslumeistara stofnaður

Fyrsti aðalfundur klúbbsins verður haldinn mánudaginn 9. febrúar í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi í stofu V101 klukkan 10:00 – 11:30 þar sem við munum kjósa nýjan formann og stjórn, við vonumst til þess að sjá sem flesta og okkur hlakkar til komandi tíma.

Oddný Ingólfsdóttir

Oddný Ingólfsdóttir

Höfundur er Oddný Ingólfsdóttir

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið