Vertu memm

Frétt

Endurskoðun skoðunarhandbókar um eftirlit með matvælum úr dýraríkinu

Birting:

þann

KjötiðnaðaramaðurMatvælastofnun hefur gefið út endurskoðaða skoðunarhandbók fyrir eftirlit hjá matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraríkinu.

Tilgangur bókarinnar er að veita starfsfólki sem starfar við eftirlit leiðbeiningar um hvernig skuli skipuleggja og framkvæma leyfisúttektir og eftirlit. Skoðunarhandbókin nýtist einnig matvælafyrirtækjum sem geta stuðst við innihald hennar til hliðsjónar svo að kröfur matvælalöggjafar séu uppfylltar.

Uppsetning skoðunarhandbókarinnar hefur verið einfölduð og búið er að bæta við einum kafla um sérkröfur fyrir sérstaka starfsemi.

Skerpt hefur verið á ýmsum kröfum er varða m.a. notkun á sjó frá eigin veitu til vinnslu matvæla, örverufræðileg viðmið, geymsluþol, lifandi samlokur og mikið unnar afurðir s.s. kollagen, gelatín og kítósan.

Í þessari nýju útgáfu hefur orðið lítilsháttar breyting á númeraröð skoðunaratriða á þann hátt að skoðunaratriði sem áður hafði sérstakt númer gæti hafa verið fellt inn í annað skoðunaratriði.

Skoðið handbókina með því að smella hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið