Frétt
Endurskoðun skoðunarhandbókar um eftirlit með matvælum úr dýraríkinu
Matvælastofnun hefur gefið út endurskoðaða skoðunarhandbók fyrir eftirlit hjá matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraríkinu.
Tilgangur bókarinnar er að veita starfsfólki sem starfar við eftirlit leiðbeiningar um hvernig skuli skipuleggja og framkvæma leyfisúttektir og eftirlit. Skoðunarhandbókin nýtist einnig matvælafyrirtækjum sem geta stuðst við innihald hennar til hliðsjónar svo að kröfur matvælalöggjafar séu uppfylltar.
Uppsetning skoðunarhandbókarinnar hefur verið einfölduð og búið er að bæta við einum kafla um sérkröfur fyrir sérstaka starfsemi.
Skerpt hefur verið á ýmsum kröfum er varða m.a. notkun á sjó frá eigin veitu til vinnslu matvæla, örverufræðileg viðmið, geymsluþol, lifandi samlokur og mikið unnar afurðir s.s. kollagen, gelatín og kítósan.
Í þessari nýju útgáfu hefur orðið lítilsháttar breyting á númeraröð skoðunaratriða á þann hátt að skoðunaratriði sem áður hafði sérstakt númer gæti hafa verið fellt inn í annað skoðunaratriði.
Skoðið handbókina með því að smella hér.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu