Smári Valtýr Sæbjörnsson
EM bjórinn Heimir á leiðinni á höfuðborgarsvæðið
Frá því að EM í Frakklandi hófst í byrjun mánaðarins hefur EM bjórinn Heimir verið á boðstólnum á veitingastað Einsa kalda fótboltalandsliðs-matreiðslumeistara í Vestmannaeyjum.
Bjórinn hefur fengið góða dóma enda er hann léttur ljúfur og kátur eins og Heimir okkar Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Í fréttatilkynningu segir að búið er að panta í Herjólf fyrir EM bjórinn Heimi og mætir hann á Ölhúsið – Ölstofa Hafnarfjarðar á Reykjavíkurvegi 60 á leikdegi Íslands og Frakklands næstkomandi sunnudag.
Það er brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum sem bruggar og framleiðir Heimi en brugghúsið tók til starfa í ársbyrjun 2016. Nýverið fékk The Brothers Brewery verðlaun fyrir besta bjór Bjórhátíðarinnar á Hólum en til þess hafa bjórar þess eingöngu verið seldir í Vestmannaeyjum en í síðustu viku kom til sölu bjór frá þeim á Public House á Laugavegi.
„Við ákváðum fyrir nokkrum vikum að heiðra Heimi með því að brugga sérstakan EM bjór og nefna hann eftir landsliðsþjálfaranum. Við höfðum samband við Heimi og gaf hann okkur sitt góðfúsalega leyfi fyrir þessu. Bjórinn sjálfur er léttur, ljúfur og kátur eins og Heimir sjálfur. Þar sem algjör EM sprengja gengur yfir þjóðina þá ákváðum við að opna fyrir sölu á fleiri stöðun en Einsa Kalda í eyjum og pöntuðum far fyrir nokkra bjórkúta með Herjólfi svo höfuðborgarbúar gætu drukkið nokkra Heimi yfir leiknum á sunnudaginn.“
Segir Kjartan Vídó einn eigenda The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





