Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

EM bjórinn Heimir á leiðinni á höfuðborgarsvæðið

Birting:

þann

Heimir okkar Hallgrímsson landsliðsþjálfari - EM BjórinnFrá því að EM í Frakklandi hófst í byrjun mánaðarins hefur EM bjórinn Heimir verið á boðstólnum á veitingastað Einsa kalda fótboltalandsliðs-matreiðslumeistara í Vestmannaeyjum.

Bjórinn hefur fengið góða dóma enda er hann léttur ljúfur og kátur eins og Heimir okkar Hallgrímsson landsliðsþjálfari.

Í fréttatilkynningu segir að búið er að panta í Herjólf fyrir EM bjórinn Heimi og mætir hann á Ölhúsið – Ölstofa Hafnarfjarðar á Reykjavíkurvegi 60 á leikdegi Íslands og Frakklands næstkomandi sunnudag.

Það er brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum sem bruggar og framleiðir Heimi en brugghúsið tók til starfa í ársbyrjun 2016. Nýverið fékk The Brothers Brewery verðlaun fyrir besta bjór Bjórhátíðarinnar á Hólum en til þess hafa bjórar þess eingöngu verið seldir í Vestmannaeyjum en í síðustu viku kom til sölu bjór frá þeim á Public House á Laugavegi.

„Við ákváðum fyrir nokkrum vikum að heiðra Heimi með því að brugga sérstakan EM bjór og nefna hann eftir landsliðsþjálfaranum. Við höfðum samband við Heimi og gaf hann okkur sitt góðfúsalega leyfi fyrir þessu. Bjórinn sjálfur er léttur, ljúfur og kátur eins og Heimir sjálfur.  Þar sem algjör EM sprengja gengur yfir þjóðina þá ákváðum við að opna fyrir sölu á fleiri stöðun en Einsa Kalda í eyjum og pöntuðum far fyrir nokkra bjórkúta með Herjólfi svo höfuðborgarbúar gætu drukkið nokkra Heimi yfir leiknum á sunnudaginn.“

Segir Kjartan Vídó einn eigenda The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið