Smári Valtýr Sæbjörnsson
EM bjórinn Heimir á leiðinni á höfuðborgarsvæðið
Frá því að EM í Frakklandi hófst í byrjun mánaðarins hefur EM bjórinn Heimir verið á boðstólnum á veitingastað Einsa kalda fótboltalandsliðs-matreiðslumeistara í Vestmannaeyjum.
Bjórinn hefur fengið góða dóma enda er hann léttur ljúfur og kátur eins og Heimir okkar Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Í fréttatilkynningu segir að búið er að panta í Herjólf fyrir EM bjórinn Heimi og mætir hann á Ölhúsið – Ölstofa Hafnarfjarðar á Reykjavíkurvegi 60 á leikdegi Íslands og Frakklands næstkomandi sunnudag.
Það er brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum sem bruggar og framleiðir Heimi en brugghúsið tók til starfa í ársbyrjun 2016. Nýverið fékk The Brothers Brewery verðlaun fyrir besta bjór Bjórhátíðarinnar á Hólum en til þess hafa bjórar þess eingöngu verið seldir í Vestmannaeyjum en í síðustu viku kom til sölu bjór frá þeim á Public House á Laugavegi.
„Við ákváðum fyrir nokkrum vikum að heiðra Heimi með því að brugga sérstakan EM bjór og nefna hann eftir landsliðsþjálfaranum. Við höfðum samband við Heimi og gaf hann okkur sitt góðfúsalega leyfi fyrir þessu. Bjórinn sjálfur er léttur, ljúfur og kátur eins og Heimir sjálfur. Þar sem algjör EM sprengja gengur yfir þjóðina þá ákváðum við að opna fyrir sölu á fleiri stöðun en Einsa Kalda í eyjum og pöntuðum far fyrir nokkra bjórkúta með Herjólfi svo höfuðborgarbúar gætu drukkið nokkra Heimi yfir leiknum á sunnudaginn.“
Segir Kjartan Vídó einn eigenda The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars