Pistlar
Ekki næg þátttaka í keppninni Matreiðslumaður ársins?
Ég velti fyrir mér áhugaleysi matreiðslumanna á keppninni um Matreiðslumann ársins. Afsakanirnar sem ég heyri eru, mikið að gera, slæm tímasetning, erfitt að nálgast hráefnið, önnur verkefni og fl.
Ég held að það sé aðallega metnaðar, áhuga og hvatningarleysi um að kenna. Ef kokkar ætla sér að keppa gera þeir það þrátt fyrir allar úrtölur og neikvæðni. Að keppa í matreiðslukeppni er frábær og einstök reynsla sem endist út starfsævina hvernig sem fer í keppninni.
Stutt sönn saga:
Einu sinni var sett upp keppni og kokkar áttu að skila inn fati að frjálsu vali. Var síðan valið úr keppendum og búið til landslið sem átti að keppa í næstu alþjóðlegu keppni. Einn áhugasamur kokkur frá sveitahóteli utan af landi kom með fatið sitt sem þótti frekar gamaldags og lummó. Hinir þátttakendurnir í hroka sínum pískruðu sín á milli og gerðu góðlátlegt grín að matnum hans.
Það sem var á fatinu bragðaðist vel, og voru dómararnir ánægðir, þeir fundu líka fyrir metnaði og áhuga hjá viðkomandi og hann var ekki að reyna að vera annar en hann var. Hann var valinn í liðið, hafði góð áhrif á liðsheildina og þetta lið vann síðan til gullverðlauna í alþjóðakeppni í Þýskalandi.
Þetta sýnir okkur að það sem þarf er áhugi og metnaður og að láta ekkert stöðva sig, heldur ekki raddirnar í höfðinu á manni sjálfum. Ég vil því hvetja ykkur kokkar til að skrá ykkur í keppnina um Matreiðsumann ársins þegar hún verður sett upp að nýju, því hver veit hvert það leiðir ykkur á framabrautinni.
Jakob H. Magnússon
Matreiðslumeistari og dómari

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn