Starfsmannavelta
Egill Jacobsen hættir starfsemi um áramótin eftir aðeins tíu mánaða rekstur
Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar.
Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar.
Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
Egill Jacobsen býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem áhersla er lögð á morgunverð, bröns og létta rétti að auki girnilegan kokteilseðil.
Mynd: facebook / Egill Jacobsen

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti