Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Dunkin Donuts og Ginger í Reykjanesbæ
Nú er unnið að undirbúningi á opnun á fjórða Dunkin Donuts staðanum á Íslandi og verður hann á Fitjum í Reykjanesbæ. Áætlað er að staðurinn verði opnaður í júní, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta hér.
„Við erum mjög spennt fyrir því að koma með Dunkin Donuts til Reykjanesbæjar. Við munum bjóða upp á allt það vöruúrval sem Dunkin Donuts hefur, yfir fjörutíu tegundir af kleinuhringjum, beyglur, vefjur, kaffidrykki og fleira,“
segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs 10-11, í samtali við Víkurfréttir.
Það eru ekki aðeins kleinuhringir sem bætast í flóruna á Fitjum í sumar því þar stendur einnig til að opna Ginger, skyndibitastað sem býður upp á hollustu. Að sögn Sigurðar verða veitingarnar búnar til úr fersku hráefni á staðnum.
„Eftir breytingarnar á Fitjum verðum við komin með 10-11 verslun þar sem hægt verður að kaupa allt það helsta fyrir heimilið. Það verður einnig góð sætisaðstaða þar sem viðskiptavinir okkar geta sest niður og slakað á, boðið verður upp á frítt WiFi og við verðum einnig með innstungur til að hlaða síma og tölvur.“
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/dunkin-donuts/feed/“ number=“3″ ]
Mynd úr safni: Smári
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni4 dagar síðan
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2024 seinni hluti
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna