Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Dunkin’ Donuts í Kringluna | Nýi staðurinn verður með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns

Birting:

þann

Kaffihúsakeðjan Dunkin´ Donuts

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi og Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Kaffihúsakeðjan Dunkin´ Donuts opnar sitt annað kaffihús á Íslandi í október næstkomandi og verður það staðsett á fyrstu hæð í Kringlunni.  Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, er ánægður með staðsetninguna og segir það eðlilega þróun mála að annað kaffihúsið hér á landi verði í verslunarmiðstöðinni.

Kaffihúsakeðjan Dunkin´ Donuts

Starfsfólk Dunkin´ Donuts á Laugavegi.

Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi. Því verður hægt að setjast niður í rólegheitunum eða grípa með sér til dæmis kjúklingavefju, beyglu með laxi og rjómaosti og svo að sjálfsögðu hágæða kaffi og kaffidrykki. Þeir sem eru í þeim gírnum að leyfa sér smá sætindi geta skellt sér á einn kleinuhring, nú eða kassa og leyft öðrum að njóta með sér,

segir Árni.

Kaffihúsakeðjan Dunkin´ Donuts

Beygla með Caprí salati og ískaffi.

Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum 10 manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár.

Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu,

segir hann.

Kaffihúsakeðjan Dunkin´ Donuts

Latte og íslatte.

Yfir 180 verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar eru í Kringlunni en verslunarmiðstöðin er sú stærsta í Reykjavík. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn.

Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,

segir Sigurjón.

 

Myndir: Aðsendar

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið