Vín, drykkir og keppni
„Cream of the Crop“ uppboðið
Góðgerðarsamtökin The Drinks Trust, í samstarfi við Whisky.Auction mun halda fyrsta árlega uppboðið sitt, þar sem allur ágóði er notaður til að fjármagna hin mismunandi verkefni sem góðgerðarsamtökin styðja.
The Drinks Trust eru samtök fyrir vín-, og drykkjariðnaðinn í Bretlandi, sem býður upp á fræðslu, stuðning til fagfólks í greininni ofl.
Árið 2020 misstu yfir 660.000 manns starf sitt sem starfa í drykkjariðnaðinum í veitingageiranum.
Í gegnum heimsfaraldurinn hefur The Drinks Trust veitt einstaklingum fjárhagslegan stuðning, geðheilbrigðisþjónustu og lagt sitt af mörkum á margvíslegan hátt til framtaks góðgerðarmála, að því er fram kemur í tilkynningu.
Nýjasta framtakið er góðgerðaruppboðið Cream of the Crop, með glæsilegu úrvali af hlutum sem mismunandi hagsmunaaðilar hafa gefið.
Kaupendur geta boðið í ýmsa hluti til 23. nóvember með því að smella hér.
Mynd: www.drinkstrust.org.uk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!