Frétt
Covid 19 – Umfang stærstu aðgerða vegna heimsfaraldurs 95 milljarðar króna
Umfang stærstu stuðningsaðgerða ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru er nú ríflega 95 milljarðar króna. Hlutabætur eru þar umfangsmestar en næst kemur frestun skattgreiðslna, stuðnings- og viðbótarlán, greiðsla launa á uppsagnarfresti, tekjufalls-, viðspyrnu og lokunarstyrkir. Undanfarna mánuði hafa rúmir 15 milljarðar króna verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.
Auk þessa hafa yfir 27 milljarðar króna verið greiddir út af séreignarsparnaði en heimild til úttektar hans gildir út árið. Þá hafa um 7,7 milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti, mest vegna nýbyggingar og viðhalds húsnæðis, eða um 5,5 milljarðar króna.
Í maí samþykkti Alþingi frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að styðja einstaklinga og rekstraraðila á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Þau fela í sér framhald og rýmkun viðspyrnu- og lokunarstyrkja, framlengda heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins.
Um mánaðamótin rann út ferðagjöf I sem gilti síðasta árið sem og frestur til að sækja um stuðningslán og hlutabætur. Ýmsar aðgerðir sem styðja viðspyrnu eru virkar og má þar nefna viðspyrnustyrki, ráðningarstyrki og nýja ferðagjöf sem tók gildi 1. júní og gildir út september.
Mynd: úr safni
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala