Frétt
Covid 19 – Umfang stærstu aðgerða vegna heimsfaraldurs 95 milljarðar króna
Umfang stærstu stuðningsaðgerða ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru er nú ríflega 95 milljarðar króna. Hlutabætur eru þar umfangsmestar en næst kemur frestun skattgreiðslna, stuðnings- og viðbótarlán, greiðsla launa á uppsagnarfresti, tekjufalls-, viðspyrnu og lokunarstyrkir. Undanfarna mánuði hafa rúmir 15 milljarðar króna verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.
Auk þessa hafa yfir 27 milljarðar króna verið greiddir út af séreignarsparnaði en heimild til úttektar hans gildir út árið. Þá hafa um 7,7 milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti, mest vegna nýbyggingar og viðhalds húsnæðis, eða um 5,5 milljarðar króna.
Í maí samþykkti Alþingi frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að styðja einstaklinga og rekstraraðila á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Þau fela í sér framhald og rýmkun viðspyrnu- og lokunarstyrkja, framlengda heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins.
Um mánaðamótin rann út ferðagjöf I sem gilti síðasta árið sem og frestur til að sækja um stuðningslán og hlutabætur. Ýmsar aðgerðir sem styðja viðspyrnu eru virkar og má þar nefna viðspyrnustyrki, ráðningarstyrki og nýja ferðagjöf sem tók gildi 1. júní og gildir út september.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó