Frétt
COVID-19: Er hætta á því að matvæli geti borið smit?
Matvælastofnun berast ýmsar fyrirspurnir varðandi COVID-19 veiruna og matvæli. Hér að neðan er listi yfir helstu spurningar og svör við þeim. Stofnunin bendir jafnframt á almennar upplýsingar um veiruna á vef landlæknis. Fylgst er með þekkingarþróun á þessu sviði og verða upplýsingar hér uppfærðar eins og við á.
Er hætta á því að matvæli geti borið smit?
Ekki hefur verið staðfest að smit hafi borist með matvælum. COVID-19 er ekki matarborinn sjúkdómur. Þeir sem eru í sóttkví og með einkenni ættu þó ekki að útbúa mat fyrir aðra.
Getur veiran borist með ferskum ávöxtum og grænmeti?
Veiran nær ekki að fjölga sér í ávöxtum og grænmeti, né öðrum matvælum. Hins vegar gæti hún setið á yfirborði eftir úðasmit (hnerra eða hósta frá sýktum einstaklingi) en ekki er vitað hversu lengi. Mjög ólíklegt er þó að hún nái að berast milli landa með ávöxtum og grænmeti. Matvælastofnun hvetur neytendur, nú sem áður, til að skola vel ávexti og grænmeti fyrir neyslu.
Getur veiran borist með umbúðum matvæla?
Það er mjög ólíklegt að menn smitist af COVID-19 við snertingu matvælaumbúða. Handþvottur eftir verslunarferð er góð venja.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó