Frétt
COVID-19: Er hætta á því að matvæli geti borið smit?
Matvælastofnun berast ýmsar fyrirspurnir varðandi COVID-19 veiruna og matvæli. Hér að neðan er listi yfir helstu spurningar og svör við þeim. Stofnunin bendir jafnframt á almennar upplýsingar um veiruna á vef landlæknis. Fylgst er með þekkingarþróun á þessu sviði og verða upplýsingar hér uppfærðar eins og við á.
Er hætta á því að matvæli geti borið smit?
Ekki hefur verið staðfest að smit hafi borist með matvælum. COVID-19 er ekki matarborinn sjúkdómur. Þeir sem eru í sóttkví og með einkenni ættu þó ekki að útbúa mat fyrir aðra.
Getur veiran borist með ferskum ávöxtum og grænmeti?
Veiran nær ekki að fjölga sér í ávöxtum og grænmeti, né öðrum matvælum. Hins vegar gæti hún setið á yfirborði eftir úðasmit (hnerra eða hósta frá sýktum einstaklingi) en ekki er vitað hversu lengi. Mjög ólíklegt er þó að hún nái að berast milli landa með ávöxtum og grænmeti. Matvælastofnun hvetur neytendur, nú sem áður, til að skola vel ávexti og grænmeti fyrir neyslu.
Getur veiran borist með umbúðum matvæla?
Það er mjög ólíklegt að menn smitist af COVID-19 við snertingu matvælaumbúða. Handþvottur eftir verslunarferð er góð venja.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?