Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Café París lokar og Duck & Rose tekur við
Duck & Rose er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur sem opnar í lok maí.
Á Duck & Rose verður lagt áhersla á létta og heiðarlega matreiðslu með áhrifum frá Frakklandi og Ítalíu. Duck & Rose er staðsettur á einu flottasta horni Reykjavíkur, við Austurvöll á horni Pósthússtræti og Austurstrætis þar sem Café París var áður til húsa.
Eyþór Mar: „ég ákvað að fjárfesta ásamt flottu fólki í nýjum veitingastað“
„Það er venjulega talað um að maður eigi að fjárfesta í sjálfum sér í kreppu. Ég held að ég hafi misskilið eitthvað því ég ákvað að fjárfesta ásamt flottu fólki í nýjum veitingastað. Hef mikið verið að vinna með 1 veitingastaður á ári þannig að 2020 verður ekkert öðruvísi.
Við keyptum Café Paris sem er án efa eitt flottasta horn Reykjavíkur. Glæsilegt útisvæði, frábær staðsetning og síðan er húsnæðið sjálft mjög skemmtilegt og býður upp á fjölda möguleika. Við ákváðum þó að breyta um concept og nafn.
Duck & Rose varð fyrir valinu og mun opna í lok maí. Á Duck & Rose munum við einblína á létta matreiðslu með áhrifum frá Frakklandi og Ítalíu. Einnig munum við hafa opið til 02:00 um helgar þegar það verður leyft aftur. Á næturna verður þægileg stemmning með kokteilum og kampavíni í fyrirrúmi.“
Frá þessu greinir Eyþór á Facebook-síðu sinni. Eigendur eru Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari og eigandi Public House – Gastropub, Róbert Ólafsson á Forréttabarnum, Ari Thorlacius og Einar Valur Þorvarðarsson framreiðslumenn, en Ari og Einar koma til með að sjá um rekstur Duck & Rose.
Yfirkokkur Duck & Rose er Margrét Ríkharðsdóttir
„Í dag eru einnig góðir tímar en ég hef tekið við sem yfirkokkur á nýjum stað Duck & Rose. Staðurinn mun opna þar sem Cafe París var staðsett. Ég er mjög spennt fyrir nýjum stað, verkefnum og samstarfsfélögum. Ég hlakka líka mikið til þess að taka á móti ykkur öllum, mínu besta fólki, á nýjum stað að loknu samkomubanni. Sjáumst með hækkandi sól“
skrifar Margrét á Facebook-síðu sinni, en hún var áður yfirkokkur á Bryggjunni Brugghús.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






