Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Byggja hótel í Húsafelli
Nýtt hótel sem verið er að byggja í Húsafelli er hannað sem miðstöð útivistar og náttúruskoðunar í uppsveitum Borgarfjaðrar og tekið tillit til þarfa göngufólks og annars áhugafólks um náttúruna.
Sú mikla fjölgun erlendra ferðamanna sem verið hefur til landsins skapar grundvöll fyrir byggingu og rekstur heilsárshótels í Húsafelli, eins og víðar um landið, að sögn Þórðar Kristleifssonar, verkefnisstjóra hótelbyggingarinnar. Kristleifur Þorsteinsson lét gera frumdrög að móteli í Húsafelli á árinu 1988 og seinna undirbjó hópur fjárfesta hótelbyggingu.
Það er ekki fyrr en nú að hægt er að gera þetta, fyrr hefur ekki verið rekstrargrundvöllur
, segir Bergþór Kristleifsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar í Húsafelli sem stendur að framkvæmdinni.
Stefnt er að opnun 15. júní á næsta ári. Til þess að það takist þarf að halda vel á spöðunum. Reiknað er með að tuttugu manns verði að störfum við uppbygginguna í sumar og vetur.
Fellt inn í landið
Hótelið er fellt inn í birkiskóginn í hjarta Húsafells, á milli þjónustumiðstöðvarinnar og sundlaugarinnar. Í miðjunni er tveggja hæða þjónustubygging sem grafin er niður í hraunið. Þar verður meðal annars 100 manna veitingastaður á efri hæð. Á þeirri neðri verður fjölnotasalur og aðstaða fyrir útivistarfólk, til dæmis þurrkaðstaða, geymslur fyrir gönguskó og annan búnað. Þar er útgangur að sundlauginni. Út frá þessari miðju eru gistiálmur með alls 36 rúmgóðum gistiherbergjum. Möguleiki er að bæta við svo þarna verði 50 herbergja hótel.
Í Húsafelli eru um 170-180 sumarhús og gestkvæmt á sumrin. Húsafellsfjölskyldan hefur byggt upp aðstöðu í kringum hana, til dæmis rafmagnsframleiðslu, hita- og kaldavatnsveitu, sundlaug, golfvöll og flugvöll. Í Húsafelli býr og starfar listamaðurinn Páll Guðmundsson og er sótt í að skoða listaverk hans. Húsafell hefur raunar lengi heillað listamenn. Þar málaði Ásgrímur Jónsson margar myndir. Verið er að merkja gönguleiðir í Húsafellslandi og útbúa gönguleiðakort og Ásgrímsstaðirnir verða einnig merktir.
Stutt er í hellana miklu í Hallmundarhrauni og upp á Langjökul þar sem rekin er töluverð ferðaþjónusta. Búist er við að hún eflist mjög þegar Íshellirinn sem þar er verið að gera verður tekinn í notkun næsta vor.
Breyting í aðsigi
Það verður mikið verkefni fyrir Húsafellsfjölskylduna að fylla 36 herbergi allt árið. Bergþór tekur þó fram að rekstraráætlanir miðist við varfærnar forsendur um nýtingu hótelsins. Þórður bætir því við að aðalmálið sé að ná viðskiptum yfir veturinn. Þar treystir hann á að ná til útivistarfólks.
Bergþór segir að Vesturland hafi ekki verið nýtt eins og skyldi við móttöku erlendra ferðamanna. Telur hann að breyting sé að verða á því enda hafi svæðið allt til að bera sem ferðafólk sækist eftir, ekki síður en Suðurland.
Allt í einu verður Vesturland komið inn. Það gerist innan fárra ára. Hér í uppsveitunum höfum við Reykholt, jöklana, Kaldadal og hellana. Það þarf að byggja upp innviðina og það er byrjað
, segir Bergþór.
Greint frá í Morgunblaðinu
Myndir: af facebook síðu Húsafells.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin