Vertu memm

Uppskriftir

Buffalo kjúklingalundir

Birting:

þann

Buffalo kjúklingalundir

Buffalo kjúklingalundir

Fyrir 4

8 stk kjúklingalundir
panko raspur
3 msk olía fyrir mareneringu
1 dl olía til að pensla
2 egg
2 dl AB mjólk
3 msk hveiti
2 msk papriku krydd
1 tsk hvítlauks krydd
1/2 tsk chillipipar
1 tsk púðursykur
1/2 stk salt

Buffalosósa

4 dl Frank‘s RedHot wings sós
4 msk púðursykur
1/2 dl Hvítvínsedik

Gráðostasósa

100 gr sýrður rjómi
4 msk mæjónes
4 msk gráðostur
1 msk Hvítvínsedik
½ tsk Tzatziki kryddhúsið
pipar
1tsk Limesafi

Aðferð

Kjúklingalundirnar settar í skál, olíunni hellt yfir og kryddinu blandað saman við ásamt púðursykrinum og látið standa, síðan er hveitinu blandað saman við.

Eggin pískuð og AB mjólkin sett út í, kjúklingabitunum dýft í blönduna-velt upp úr raspinum síðan raðað í ofnskúffu og penslað með olíu bakað á 200 til 220 gráðum í ca. 20 mín.

Buffalosósan, púðursykur og hvítvínsedik sett saman í pott og brætt saman.

Gráðostasósa: öll innihaldsefni sett saman í skál og smakkað til.

Gott er að bjóða upp á sellery til að dippa í með Buffalokjúklingnum.

Verði ykkur að góðu

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Instagram: @EddiKokkur

Auglýsingapláss

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið