Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bruno í heimsmeistarakeppni í barkúnstum – Bein útsending hefst á miðnætti

Birting:

þann

Árni Gunnarsson og Bruno Belo Falcao

Árni Gunnarsson og Bruno Belo Falcao

Núna stendur yfir Heimsmeistaramót barþjóna sem haldin er í Japan í Tókýó en þar keppa fyrir hönd Íslands Árni Gunnarsson Íslandsmeistari barþjóna 2016 og Bruno Belo Falcao.

Keppnin barkúnstir (Flair) þar sem Bruno keppir hefst núna á miðnætti.  Bruno hefur náð frábærum árangri í þessari listgrein og virkilega gaman að fylgjast með honum þegar hann kastar flöskum og glösum á loft um leið og hann blandar drykkina.

Hægt er að fylgjast með Bruno í beinni útsendingu með því að smella hér sem hefst á miðnætti.

Einnig er hægt að fylgjast vel með keppninni á snappi veitingageirans: veitingageirinn

Árni Gunnarsson keppir síðan í „Sparkling Cocktail“ á fimmtudaginn 20. október og verður nánari tímasetning auglýst síðar.

Mynd/skjáskot: Snapchat: veitingageirinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið