Kokkalandsliðið
Bragðkönnun DV um besta Hamborgarhrygginn | Hákon Már: „Þessi er sá besti fyrir mig…“
Hamborgarhryggurinn frá Nóatúni var hlutskarpastur í árlegri bragðkönnun DV á hamborgarhryggjum fyrir þessi jól. Fimmtán hryggir voru prófaðir í ár. Í helgarblaði DV er ítarleg umfjöllun um hryggina en það var í höndum sérstakrar dómnefndar að leggja mat á gæði þeirra.
Dómnefndina skipuðu Ylfa Helgadóttir, matreiðslumeistari á Kopar og meðlimur í kokkalandsliðinu, Kjartan H. Bragason formaður, Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir, heklari og matgæðingur, Elvar Ástráðsson, verkamaður og matgæðingur, og Hákon Már Örvarsson, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, að því er fram kemur á dv.is.
Nóatúns-hryggurinn fékk meðaleinkunnina 8.
Þessi er góður. Jafnvægi og karakter. Mjúk áferð á kjöti. Þessi er sá besti fyrir mig í annars nokkuð jafnri keppni
, sagði Hákon, þjálfari kokkalandsliðsins, um Nóatúns-hrygginn.
Niðurstöðurnar í heild sinni má nálgast í helgarblaði DV.
Mynd: Niðurstöður úr bragðkönnun í helgarblaði DV
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana