Vertu memm

Kokkalandsliðið

Bragðkönnun DV um besta Hamborgarhrygginn | Hákon Már: „Þessi er sá besti fyrir mig…“

Birting:

þann

Bragðkönnun DV um besta Hamborgarhrygginn

Hamborgarhryggurinn frá Nóatúni var hlutskarpastur í árlegri bragðkönnun DV á hamborgarhryggjum fyrir þessi jól. Fimmtán hryggir voru prófaðir í ár. Í helgarblaði DV er ítarleg umfjöllun um hryggina en það var í höndum sérstakrar dómnefndar að leggja mat á gæði þeirra.

Dómnefndina skipuðu Ylfa Helgadóttir, matreiðslumeistari á Kopar og meðlimur í kokkalandsliðinu, Kjartan H. Bragason formaður, Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir, heklari og matgæðingur, Elvar Ástráðsson, verkamaður og matgæðingur, og Hákon Már Örvarsson, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins,  að því er fram kemur á dv.is.

Nóatúns-hryggurinn fékk meðaleinkunnina 8.

Þessi er góður. Jafnvægi og karakter. Mjúk áferð á kjöti. Þessi er sá besti fyrir mig í annars nokkuð jafnri keppni

, sagði Hákon, þjálfari kokkalandsliðsins, um Nóatúns-hrygginn.

Niðurstöðurnar í heild sinni má nálgast í helgarblaði DV.

 

Mynd: Niðurstöður úr bragðkönnun í helgarblaði DV

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið