Kokkalandsliðið
Bragðkönnun DV um besta Hamborgarhrygginn | Hákon Már: „Þessi er sá besti fyrir mig…“
Hamborgarhryggurinn frá Nóatúni var hlutskarpastur í árlegri bragðkönnun DV á hamborgarhryggjum fyrir þessi jól. Fimmtán hryggir voru prófaðir í ár. Í helgarblaði DV er ítarleg umfjöllun um hryggina en það var í höndum sérstakrar dómnefndar að leggja mat á gæði þeirra.
Dómnefndina skipuðu Ylfa Helgadóttir, matreiðslumeistari á Kopar og meðlimur í kokkalandsliðinu, Kjartan H. Bragason formaður, Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir, heklari og matgæðingur, Elvar Ástráðsson, verkamaður og matgæðingur, og Hákon Már Örvarsson, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, að því er fram kemur á dv.is.
Nóatúns-hryggurinn fékk meðaleinkunnina 8.
Þessi er góður. Jafnvægi og karakter. Mjúk áferð á kjöti. Þessi er sá besti fyrir mig í annars nokkuð jafnri keppni
, sagði Hákon, þjálfari kokkalandsliðsins, um Nóatúns-hrygginn.
Niðurstöðurnar í heild sinni má nálgast í helgarblaði DV.
Mynd: Niðurstöður úr bragðkönnun í helgarblaði DV
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla