Vertu memm

Veitingarýni

Borðstofan: „…ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu“

Birting:

þann

Inga Huld Tryggvadóttir og Helgi Pétur Hannesson

Inga Huld Tryggvadóttir og Helgi Pétur Hannesson

Í tilefni 1 árs afmæli Hannesarholt menningarhúss þann 8. febrúar 2014, gerði ég mér ferð niður á Grundarstíg 10 þar sem hús Hannesar Hafstein er, en í húsinu er rekin veitingastaður sem kallast Borðstofan og hefur verið rekin frá október 2013 af Sveini Kjartansyni matreiðslumeistara.

Þetta var laugardagshádegi sem ég mætti, var vísað til borð og fenginn matseðillinn og boðið eitthvað að drekka, bað um kók light á kantinn og eldhúsið mætti ráða hvað ég fengi.

Svo kom diskur með dögurði og á honum var:

Kryddjurtabætt eggjakaka, eggjabaka (Royal), bakaður tómatur, reyktur lax, ferskt salat, nýbakað brauð og smjör, túnfisksalat, ávextir og glas af appelsínusafa.

Kryddjurtabætt eggjakaka, eggjabaka (Royal), bakaður tómatur, reyktur lax, ferskt salat, nýbakað brauð og smjör, túnfisksalat, ávextir og glas af appelsínusafa.

Þetta smakkaðist alveg fantavel og sá maður og fann að það var sál í matnum, og gert kannski aðeins öðruvísi en annars staðar sem gefur þessu enn meiri karakter.

Heimalöguð súkkulaðikaka með blautri karamellufyllingu og handþeyttum rjóma

Heimalöguð súkkulaðikaka með blautri karamellufyllingu og handþeyttum rjóma

Í ábætir fékk ég heimalagaða súkkulaðiköku með blautri karamellufyllingu og handþeyttum rjóma og þvílík sæla, ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu.

 

Þjónustan var alveg til fyrirmyndar og manni leið virkilega vel þarna inni og á maður eftir að reka inn trýnið inn þarna aftur.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið