Veitingarýni
Borðstofan: „…ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu“
Í tilefni 1 árs afmæli Hannesarholt menningarhúss þann 8. febrúar 2014, gerði ég mér ferð niður á Grundarstíg 10 þar sem hús Hannesar Hafstein er, en í húsinu er rekin veitingastaður sem kallast Borðstofan og hefur verið rekin frá október 2013 af Sveini Kjartansyni matreiðslumeistara.
Þetta var laugardagshádegi sem ég mætti, var vísað til borð og fenginn matseðillinn og boðið eitthvað að drekka, bað um kók light á kantinn og eldhúsið mætti ráða hvað ég fengi.
Svo kom diskur með dögurði og á honum var:

Kryddjurtabætt eggjakaka, eggjabaka (Royal), bakaður tómatur, reyktur lax, ferskt salat, nýbakað brauð og smjör, túnfisksalat, ávextir og glas af appelsínusafa.
Þetta smakkaðist alveg fantavel og sá maður og fann að það var sál í matnum, og gert kannski aðeins öðruvísi en annars staðar sem gefur þessu enn meiri karakter.
Í ábætir fékk ég heimalagaða súkkulaðiköku með blautri karamellufyllingu og handþeyttum rjóma og þvílík sæla, ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu.
Þjónustan var alveg til fyrirmyndar og manni leið virkilega vel þarna inni og á maður eftir að reka inn trýnið inn þarna aftur.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.