Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Blue Hótel Fagralund opnar í Reykholti

Birting:

þann

Hótel - Hótelherbergi

Stefnt er á að opna nýtt 40 herbergja hótel í Reykholti í Bláskógabyggð um miðjan júní næstkomandi.

Framkvæmdir ganga vel, undirstöður eru tilbúnar, en hótelbyggingn sjálf er smíðuð úti í Noregi og er húsi væntanlegt um miðjan apríl.  Hótelið heitir Blue Hótel Fagralund.

Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Stakrar gulrótar ehf. sem byggir hót­elið, segir að það taki aðeins nokkra daga að setja húsið upp.

„Við reiknum frekar með Íslendingum í sumar, að minnsta kosti framan af. Íslendingar vilja hafa heita potta og hluti af okkar viðbrögðum við breyttri stöðu er að koma upp pottum og heilsulind fyrir gestina.

Mér heyrist á öllu að það gangi vel að bólusetja í Bretlandi og Bandríkjunum sem verið hafa okkar helstu markaðir og ég vonast til að gestir þaðan fari að skila sér þegar líður á sumarið,“

segir Jóhann Guðni í samtali við mbl.is.

Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið