Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bláuggatúnfiskurinn snýr aftur – Fagfólki er boðið
Það komust færri að en vildu síðast þegar risavaxinn heill bláuggatúnfiskur mætti á veitingastaðinn Sushi Social ásamt japanska kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri.
Tajiri snýr nú aftur á veitingastaðinn með annan heilan fisk í farteskinu og verður sannkölluð túnfiskveisla á Sushi Social dagana 22. – 26. janúar. Þá daga geta gestir gætt sér á réttum af sérstökum túnfisksmakkseðli eða pantað sér einstaka túnfiskrétti af matseðlinum.
Tajiri er mikils metinn innan veitingabransans um allan heim og er talinn einn fremsti túnfiskskurðarmeistarinn en hann starfar á veitingastaðnum Belfagó í Barcelona. Hann mun skera fiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum til að nýta megi fiskinn sem best svo sem flestir gestir Sushi Social geti notið.
Fagfólki boðið
Fagfólki er einnig boðið að vera viðstatt og þiggja veitingar á veitingastaðnum þegar Tajiri sker fiskinn niður en skurðurinn fer fram miðvikudaginn 22. janúar klukkan 17:00.
Frekari upplýsingar um Túnfiskfestival Sushi Social og borðapantanir má finna inni á www.sushisocial.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit