Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bláuggatúnfiskurinn snýr aftur – Fagfólki er boðið
Það komust færri að en vildu síðast þegar risavaxinn heill bláuggatúnfiskur mætti á veitingastaðinn Sushi Social ásamt japanska kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri.
Tajiri snýr nú aftur á veitingastaðinn með annan heilan fisk í farteskinu og verður sannkölluð túnfiskveisla á Sushi Social dagana 22. – 26. janúar. Þá daga geta gestir gætt sér á réttum af sérstökum túnfisksmakkseðli eða pantað sér einstaka túnfiskrétti af matseðlinum.
Tajiri er mikils metinn innan veitingabransans um allan heim og er talinn einn fremsti túnfiskskurðarmeistarinn en hann starfar á veitingastaðnum Belfagó í Barcelona. Hann mun skera fiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum til að nýta megi fiskinn sem best svo sem flestir gestir Sushi Social geti notið.
Fagfólki boðið
Fagfólki er einnig boðið að vera viðstatt og þiggja veitingar á veitingastaðnum þegar Tajiri sker fiskinn niður en skurðurinn fer fram miðvikudaginn 22. janúar klukkan 17:00.
Frekari upplýsingar um Túnfiskfestival Sushi Social og borðapantanir má finna inni á www.sushisocial.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný