Vertu memm

Keppni

Blámi og Rjóð vinna til verðlauna – Þér er boðið að smakka á glænýjum verðlaunamjöðum á Artson Cocktail Bar í dag

Birting:

þann

Mjaðargerðin Öldur

Frá Bjórhátíðinni á Hólum í júní s.l.
T.v. Helga Thoroddsen, Sigurjón Friðrik Garðarsson, Helgi Þórir Sveinsson og Dagný Valgeirsdóttir

Öldur er fyrsta mjaðargerð Íslands og hefur á skömmum tíma stimplað sig rækilega inn sem framleiðandi á hágæðamiði. Öldur hlaut afar góðar viðtökur á Kex Beerfestival í febrúar og fór heim með þrjú af fjórum verðlaunum af Bjórhátíðinni á Hólum í júní síðastliðnum.

Gestir hátíðarinnar kjósa og hlaut Öldur verðlaun fyrir besta básinn, þriðja sætið fékk Rjóð sem er kirsuberjamjöður og annað sætið fékk bláberjamjöðurinn Blámi. Eftir þessar frábæru viðtökur er loksins komið að því að setja mjöðinn í sölu.

Mjaðargerðin Öldur býður gestum og gangandi til smökkunar
Af því tilefni býður Mjaðargerðin Öldur gestum og gangandi til smökkunar á tveimur glænýjum verðlaunamjöðum milli klukkan 17 og 19 í dag föstudaginn 6. júlí á Artson Cocktail Bar, inn af Nostra Restaurant, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Mjaðargerðin Öldur

Rjóð er 6,5 % kirsuberjamjöður

Blámi er 6,5% bláberjamjöður. Kolsýrður, ferskur og mikil bláber í lykt og bragði ásamt svolítilli sýru. Blámi varð í öðru sæti á Bjórhátíðinni á Hólum í byrjun júní 2018 þar sem gestir hátíðarinnar kusu.

Rjóð er 6,5% kirsuberjamjöður. Kolsýrð, sæt, fersk og stútfull af sumarlegum kirsuberjum. Rjóð varð í þriðja sæti á bjórhátíðinni á Hólum 2018, kosin af gestum hátíðarinnar.

Með tíð og tíma verður boðið upp á aðra miði og auka við úrvalið en Blámi og Rjóð verða sumarmiðirnir í ár.

Mjaðargerðin Öldur

Stofnendur Öldurs: Helgi Þórir Sveinsson og Sigurjón Friðrik Garðarsson

Mjaðargerðin Öldur var stofnuð árið 2017 af Helga Þóri Sveinssyni og Sigurjóni Friðrik Garðarssyni. Helgi hefur bruggað fyrir Ölvisholt og Gæðing og eimað hjá Foss Distillery. Sigurjón kemur úr kvikmyndabransanum þar sem hann hefur unnið við tæknibrellur við margar stórmyndir. Báðir hafa stundað heimabrugg og setið í stjórn Fágunar (Félag áhugafólks um gerjun). Helgi vann Opna flokkinn á Bjórgerðarkeppni Fágunar árið 2017 og Sigurjón vann opna flokkinn árið 2018 ásamt því að eiga besta bjór keppninnar það árið.

Myndir: aðendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið