Frétt
Bláa lónið og Hjá Höllu fá Þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar 2019
Þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 voru afhent nýverið. Að þessu sinni hlýtur Bláa lónið þjónustuverðlaun verslana og Hjá Höllu fær þjónustuverðlaun veitingastaða. Niðurstaðan nú, sem og áður, byggir á markaðsrannsóknum og könnunum sem gerðar eru á Keflavíkurflugvelli.
Isavia hefur á undanförnum árum veitt rekstraraðilum á Keflavíkurflugvelli verðlaun fyrir þá framúrskarandi þjónustu sem þeir veita. Veitingastaðir og verslanir fá verðlaun fyrir að skara fram úr í þjónustu við farþega sem fara um flugvöllinn.
Sjá einnig:
Mathús og Optical Studio hlutu þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar
Horft er til þess hvort vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar og litið til þess hvernig afgreiðslufólk nálgast viðskiptavini.
Isavia leggur mikla áherslu á góða þjónustu við ferðafólk. Rekstraraðilar, sem eru í beinum tengslum við farþega sem fara um flugstöðina, eru hvattir til að tryggja sem besta þjónustu. Liður í því eru sérstök þjónustunámskeið og verðlaun sem veitt eru fyrir vel unnin störf.
Myndir: isavia.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt22 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu








