Frétt
Bláa lónið og Hjá Höllu fá Þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar 2019
Þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 voru afhent nýverið. Að þessu sinni hlýtur Bláa lónið þjónustuverðlaun verslana og Hjá Höllu fær þjónustuverðlaun veitingastaða. Niðurstaðan nú, sem og áður, byggir á markaðsrannsóknum og könnunum sem gerðar eru á Keflavíkurflugvelli.
Isavia hefur á undanförnum árum veitt rekstraraðilum á Keflavíkurflugvelli verðlaun fyrir þá framúrskarandi þjónustu sem þeir veita. Veitingastaðir og verslanir fá verðlaun fyrir að skara fram úr í þjónustu við farþega sem fara um flugvöllinn.
Sjá einnig:
Mathús og Optical Studio hlutu þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar
Horft er til þess hvort vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar og litið til þess hvernig afgreiðslufólk nálgast viðskiptavini.
Isavia leggur mikla áherslu á góða þjónustu við ferðafólk. Rekstraraðilar, sem eru í beinum tengslum við farþega sem fara um flugstöðina, eru hvattir til að tryggja sem besta þjónustu. Liður í því eru sérstök þjónustunámskeið og verðlaun sem veitt eru fyrir vel unnin störf.
Myndir: isavia.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit