Frétt
Bjarni Siguróli og Gunnar Karl gestakokkar í Noregi | Þú vilt ekki missa af þessu
Veitingahúsið Spiseriet í Stavanger er rekið af íslenskum fagmönnum þeim hjónum Sigurði Rúnari Ragnarsyni matreiðslumanni og Guðrúnu Eyjólfsdóttir framreiðslumanni. Sigurður hefur verið framkvæmdastjóri Spiseriet síðan í janúar 2017 og Guðrún veitingastjóri.
„Það hefur verið draumur að fá einhverja af allra bestu matreiðslumönnum Íslands í heimsókn til mín til Stavanger, og nú er það heldur betur að gerast.“
Sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is
Bjarni Siguróli Jakobsson
Í september mun Bjarni Siguróli Jakobsson verða gestakokkur á Spiseriet í tónlistarhúsinu í Stavanger, n.t. 14. september 2018.
Eins og kunnugt er þá keppir Bjarni fyrir Íslands hönd í forkeppni Bocuse d´Or í Turin, Ítalíu.
Bjarni í samvinnu við kokkana í Spiseriet mun bjóða upp á glæsilegan 5 rétta matseðil og honum til aðstoðar er Ísak Darri sem er einmitt aðstoðarmaður Bjarna í Bocuse d´Or keppninni.
Matseðillinn, sem er enn í vinnslu, mun innihalda norskt og íslenskt hráefni, eins og hörpuskel, söl, wasabirót og súkkulaði frá Omnom svo fátt eitt sé nefnt:
Snacks Indulging bites and aroma from Icelandic seashore and mountains
Icelandic brown scallop with löjrom, smoked eggs, crispy salsify, ramson capers, apple vinegar and scallop soya with brown butter
Steamed cod in whey butter with black garlic, fermented potatoes, porcini mushrooms and lovage
Grilled veal/lamb ribeye with wasabi glazed summer cabbage, “havgus” cheese, butterfried sunchokes and arctic thyme jus
Birch bark and smoked strawberries
Frozen créme fraiche with omnom cacao nibs, blackberries, bloody caramel and liquorice
Gunnar Karl Gíslason
Michelin kokkurinn Gunnar Karl Gíslason á Agern í New York og forsprakki Dill Restaurant verður gestakokkur á Spiseriet dagana 20. og 21. júní 2018.
Gunnar Karl verður einnig gestakokkur á Matarhátíðinni Gladmat í Stavanger í sumar. Gunnar mun halda fyrirlestur á opnunarhátíðinni Kokepunkt, þar sem margir heimsþekktir matreiðslumenn hafa áður komið fram. Þar má nefna menn eins og Dario Cecchini, Eyvind Hellstrøm, Esben Holmboe Bang frá Maaemo, Heidi Bjerkan frá Vippa og Mikkel Shafi frá Kokkeriet, Gordon Ramsay og meistarinn Siggi Hall.
Gladmat hátíðin er haldin árlega og eru um það bil 250.000 gestir sem heimsækja hátíðina yfir þá fjóra daga sem hún er haldin.
„Ég, Bjarni og Gunnar vorum einmitt að starfa saman á VOX, Bjarni var nemi, Gunnar yfirkokkur og ég sous chef. Guðrún Hildur, konan mín, sem er veitingastjóri í Spiseriet, og Karólína Ómarsdóttir einn af yfirþjónunum eru líka gamlir VOXarar. Það væri enn skemmtilegra, ef fleiri gætu gert sér ferð til Stavanger og verið með.“
Sagði Sigurður hress. Það verða því skemmtilegir VOX, endurfundir í Stavanger í sumar og haust.
Þú vilt ekki missa af þessu
Hægt er að bóka borð á kvöldverð hjá Bjarna á heimasíðunni www.spiseriet.no. Miðar á kvöldverðinn með Gunnari Karli 22. og 23. júní eru ekki komnir í sölu, en hægt er að panta í forsölu með að senda tölvupóst á Sigurð á netfangið: [email protected]
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi