Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Birgir Bieltvedt stefnir á að opna Hard Rock á næsta ári

Birting:

þann

Hard Rock á Íslandi

Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino’s á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið sem var borið í hús í morgun. Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári.

Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,

segir Birgir.

Birgir segist vera búinn að ræða við forsvarsmenn Hard Rock í smá tíma, en hafi ákveðið að tryggja sér einkaleyfi í þann tíma sem hann þurfi til að skoða málið, þar sem aðrir aðilar voru einnig búnir að nálgast keðjuna.

Spurður hvort hann telji að verði af þessu segist Birgir vera frekar jákvæður, annars hefði hann ekki verið að skoða þetta.

Hard Rock er vel þekkt vörumerki og þeir hafa undanfarin ár verið að blása nýju lífi í konseptið. Mikill fókus er núna á gæði í mat og slíku. Ég held að þetta henti vel á íslenskum markaði, en þetta er spurning um staðsetningu og tímasetningu,

segir Birgir í samtali við Fréttablaðið.

Birgir segist telja að staðurinn þyrfti að vera miðsvæðis. Aðspurður útilokar hann ekki að opna í Kringlunni aftur en segist sjálfur hafa mestan áhuga á að opna í miðbænum. Birgir hefur enn ekki ákveðið hver muni taka þátt í þessu með honum.

Ég þarf fyrst að taka ákvörðun um að gera þetta, svo mun ég ákveða hver verður með mér í þessu,

segir Birgir.

Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson (oft kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar) opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005.

Greint frá á visir.is.

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið