Vín, drykkir og keppni
Banna sykur í vínframleiðslu
Yfirmaður landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu segir að stefnt sé að því að leggja bann við notkun sykurs í vínframleiðslu innan Evrópusambandsins. Hefur þetta vakið hörð viðbrögð meðal vínbænda á kaldari stöðum Evrópu.
Mariann Fischer Boel, sem fer með landbúnaðarmál hjá ESB, segir að andstaða margra ríkja ESB við þessari ákvörðun hafi ekki farið fram hjá sér en í löndum þar sem ekki er eins hlýtt í veðri og sunnar í álfunni er sykur notaður til þess auka vínandamagn í fjöldaframleiddum vínum. Um er að ræða lönd eins og Þýskaland, Austurríki, Lúxemborg og Tékkland.
Það hafa átt sér stað harðar umræður um þetta og ég hef ekki lokað eyrum mínum fyrir þessari gagnrýni.. en ef ekkert er að gert þá hverfur ekki vandinn,“ sagði Fischer Boel á Evrópuþinginu. En greidd verða atkvæði um frumvarpið þar á morgun.
Ákvörðunin um að banna sykur í vínaframleiðslu kemur á sama tíma og sala á vínum hefur dregist saman í Evrópu. Segir framkvæmdastjórn ESB nauðsynlegt að draga úr offramleiðslu í álfunni til þess að koma í veg fyrir frekara hrun í sölu á evrópskum vínum en vín frá nýja heiminum seljast sífellt betur í Evrópu sem og annars staðar.
Greint frá á Mbl.is

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata