Viðtöl, örfréttir & frumraun
Baldur Sæmundsson lætur af starfi áfangastjóra matvælagreina í Hótel- og matvælaskólanum
Í samtali Veitingageirans við Baldur Sæmundsson í Hótel- og matvælaskólanum á dögunum sagði hann frá því að hann væri hættur sem áfangastjóri og væri farinn að kenna aftur.
Var hann spurður um ástæðu þessara breytinga og svaraði hann því til að hann væri búinn að vera lengi í starfi áfangastjóra og í framhaldi af námsorlofi sem hann var í síðasta vetur tók hann þá ákvörðun að koma til baka í kennslu við skólann. Baldur nefndi líka að það væri kominn tími til að aðrir tækju við keflinu í skólanum varðandi stjórnun á matvælanáminu en hann sinnti þessu starfi í yfir tuttugu ár.
„Með því að fara í kennsluna þá er ég líka í meira í návígi við nemendur sem eru í náminu sem er í eðlinu mjög skemmtileg vinna. Þrátt fyrir að ég sé að hætta sem áfangastjóri þá hætti ég aldrei að bera hag nemenda í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðnaði, matreiðslu, matartækna- og matsveinanámi fyrir brjósti.
Í mínum huga þarf mikla hvatningu út í atvinnulífið í veitingageiranum á landinu öllu til að einstaklingar geti aflað sér meiri og betri menntunnar við störf sín. Það þarf ekki að þjálfa starfsfólkið mikið til að gera góða hluti á mörgum stöðum enn betri.
Það er hægt að gera með réttri þjálfun og markvissum námskeiðum sem geta síðan aukið áhuga fólks í greinunum til frekari menntunar. Við þessa breytingu á starfi þá hef ég aðeins rýmri tíma fyrir áhugamál og annað og væri m.a. til í að taka þátt í námskeiðahaldi og/eða annarri fræðslu fyrir veitingastaði ef það gæti orðið til þess að fleiri sæki síðan í nám í greinunum. Mörg verkefni sem ég hef tekist á við í uppbyggingu náms ásamt kennurum og fagaðilum í atvinnulífinu hefur verið skemmtileg, krefjandi og fræðileg sem leitt hefur af sér enn nánara samstarf á mörgum sviðum skólans og atvinnulífins.
Ég get sagt frá því að við breytingar á námskrám árið 2018 þá voru þær unnar í miklu og góðu samstarfi við framangreinda aðila. Miklar breytingar hafa verið á námi í greinunum á þeim tíma sem ég hef verið í áfangastjórastarfinu og sífellt verið að reyna að bæta það.
Einnig hef ég verið svo lánsamur að hitta fjölda kollega frá mörgum stöðum í heiminum bæði úr atvinnulífi og skólum erlendis þar sem tækifæri hafa skapst til faglegarar umræðu um faggreinarnar og skólamál“.
Að lokum segir Baldur að hann kveðji áfangstjóra starfið sáttur.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum