Frétt
Bakarar í sigti eftirlitsins
Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir viðbrögðum frá Landssambandi bakarameistara (LABAK) vegna þess sem stofnunin kallar „möguleg brot“ þess gegn samkeppnislögum.
Segir í bréfinu sem að mbl.is greinir frá að eftirgrennslan stofnunarinnar lúti að mögulegum brotum gegn 10. og 12. grein fyrrnefndra laga en um þá fyrrnefndu segir stofnunin í bréfinu að þau séu „ein þau þýðingarmestu í samkeppnislögum“.
Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér að öllu leyti sjálfstætt á markaði á þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir samkeppnina.
Í ViðskiptaMogganum í dag ítrekar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að LABAK sætti ekki formlegri rannsókn af hálfu stofnunarinnar en að næstu skref yrðu ákvörðuð á grundvelli viðbragða LABAK við fyrrnefndu bréfi, að því er fram kemur á mbl.is.
Uppfært 21. des. 2017 kl: 17:58
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði