Frétt
Bakarar í sigti eftirlitsins
Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir viðbrögðum frá Landssambandi bakarameistara (LABAK) vegna þess sem stofnunin kallar „möguleg brot“ þess gegn samkeppnislögum.
Segir í bréfinu sem að mbl.is greinir frá að eftirgrennslan stofnunarinnar lúti að mögulegum brotum gegn 10. og 12. grein fyrrnefndra laga en um þá fyrrnefndu segir stofnunin í bréfinu að þau séu „ein þau þýðingarmestu í samkeppnislögum“.
Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér að öllu leyti sjálfstætt á markaði á þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir samkeppnina.
Í ViðskiptaMogganum í dag ítrekar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að LABAK sætti ekki formlegri rannsókn af hálfu stofnunarinnar en að næstu skref yrðu ákvörðuð á grundvelli viðbragða LABAK við fyrrnefndu bréfi, að því er fram kemur á mbl.is.
Uppfært 21. des. 2017 kl: 17:58
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Keppni2 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Keppni2 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó