Frétt
Bakarar í sigti eftirlitsins
Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir viðbrögðum frá Landssambandi bakarameistara (LABAK) vegna þess sem stofnunin kallar „möguleg brot“ þess gegn samkeppnislögum.
Segir í bréfinu sem að mbl.is greinir frá að eftirgrennslan stofnunarinnar lúti að mögulegum brotum gegn 10. og 12. grein fyrrnefndra laga en um þá fyrrnefndu segir stofnunin í bréfinu að þau séu „ein þau þýðingarmestu í samkeppnislögum“.
Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér að öllu leyti sjálfstætt á markaði á þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir samkeppnina.
Í ViðskiptaMogganum í dag ítrekar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að LABAK sætti ekki formlegri rannsókn af hálfu stofnunarinnar en að næstu skref yrðu ákvörðuð á grundvelli viðbragða LABAK við fyrrnefndu bréfi, að því er fram kemur á mbl.is.
Uppfært 21. des. 2017 kl: 17:58
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






