Vertu memm

Frétt

Bakarar í sigti eftirlitsins

Birting:

þann

Rúnstykki - Deig

Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir viðbrögðum frá Landssambandi bakarameistara (LABAK) vegna þess sem stofnunin kallar „möguleg brot“ þess gegn samkeppnislögum.

Segir í bréfinu sem að mbl.is greinir frá að eftirgrennslan stofnunarinnar lúti að mögulegum brotum gegn 10. og 12. grein fyrrnefndra laga en um þá fyrrnefndu segir stofnunin í bréfinu að þau séu „ein þau þýðingarmestu í samkeppnislögum“.

Ákvæðinu er ætlað að tryggja að keppinautar hegði sér að öllu leyti sjálfstætt á markaði á þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir samkeppnina.

Í ViðskiptaMogganum í dag ítrekar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að LABAK sætti ekki formlegri rannsókn af hálfu stofnunarinnar en að næstu skref yrðu ákvörðuð á grundvelli viðbragða LABAK við fyrrnefndu bréfi, að því er fram kemur á mbl.is.

Uppfært 21. des. 2017 kl: 17:58

 

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið