Nemendur & nemakeppni
Bakaranemum fækkar og þeir fá ekki samning
Nemum í bakaraiðn hefur fækkað á síðustu árum. Ástæðan er einkum sú að erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara.
„Nemum í bakaraiðn hefur snarfækkað og gengur erfiðlega fyrir þá að komast á samning um verknám“
, segir Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri baksturs í Hótel-, og Matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Umfjöllun þessi er birt í Fréttablaðinu í dag, en þar segir Ásgeir jafnframt að um haustið 2008 hafi hráefnið hækkað upp úr öllu valdi og menn héldu að sér höndum. Vildu ekki vera að gera samninga um eitt eða neitt þegar þeir vissu ekki hver staðan yrði en sum bakarí eru að taka einn eða tvo nema á ári en gætu verið með fjóra eða fimm.
Ásgeir Þór segir að fyrir fimmtán til tuttugu árum hafi verið í kringum 75 nemendur í iðngreininni víðsvegar um landið. Núna sé fjöldinn kominn niður í 20 eða 25.
„Það er því ekki stór hópur af fólki sem er að læra þessa iðn,“
Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir í samtali við Fréttablaðið að fleiri iðngreinar glíma við sama vanda og bakarar.
„Það var mjög slæmt ástand upp úr hruni. En það hefur skánað talsvert,“
segir hann. Hann segir ástandið hafa verið erfitt í hárgreiðslu, snyrtifræði og öðrum greinum.
„Auðvitað vill maður sjá að að atvinnurekendur séu duglegir við að taka nemana vegna þess að við fáum ekki útlærða iðnaðarmenn nema nemarnir fái nemapláss,“
, segir Hilmar að lokum.
Í fréttablaðinu hefur verið tekið saman fjöldi þeirra sem fengið hafa leyfisbréf sem bakarar:
- árið 2007 – 4 nemendur
- árið 2008 – 3 nemendur
- árið 2009 – 9 nemendur
- árið 2010 – 8 nemendur
- árið 2011 – 4 nemendur
- árið 2012 – 2 nemendur
- árið 2013 – 9 nemendur
- árið 2014 – 6 nemendur
- árið 2015 – 8 nemendur
- árið 2016 – 9 nemendur
Til upplýsingar þá fór fram sveinspróf í matvæla- og veitingagreinum dagana 8. – 19. maí sl. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Í sveinsprófi í kjötiðn þreyttu 10 próf. Tveir voru í sveinsprófi í bakaraiðn. Í framreiðslu fóru 11 í próf og 29 nemendur í matreiðslu eða samtals 52 nemar tóku sveinspróf í nú í vor.
Mynd: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics