Foodexpo
Axel verður fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti í Danmörku
Keppnin „The Nordic Championship in Showpiece“ verður haldin á matvælasýningunni í Herning í Danmörku. Sýningin fer fram dagana 16. til 18. mars og er það Callebaut sem á veg og vanda að þessari sýningu, sem haldin er í anda “The World Champion Masters” (WCM) sem Freisting.is fjallaði um þegar Ásgeir Sandholt fór til Parísar 2011.
Axel Þorsteinsson bakari & konditor verður fulltrúi Íslands í keppninni en þar þarf hann að útbúa sýningarstykki sem á að vera að lágmarki 1 metri á hæð sem lagað er úr súkkulaði, að auki má nota kakósmjör, kakónibs og fleiri kakóbaunaafurðir. Listaverkið sem að Axel hannar er 1.40 metrar á hæð.
Axel lærði bakarann í Kökuhorninu í Kópavogi og síðan konditorinn í Mosfellsbakarí í Mosfellsbæ og útskrifaðist árið 2011 sem konditori frá danska skólanum Zelandia Business Collage með hæstu einkunn og bestu frammistöðuna. Axel sigraði keppnina Bakari ársins 2011.
The Nordic Championship in Showpiece
Súkkulaði listaverkið má koma fullklárað að heiman, en skilyrði er að það sé sett saman á staðnum og keppendur verða að koma með öll áhöld með sér á staðinn og fær hver keppandi tvo tíma í undirbúning, þ.e. að taka upp úr kössum og raða hlutunum, svo 4 tíma í að setja saman stykkið. Þema er Norrænir víkingar.
Ekki er vitað annað en að þetta er í fyrsta sinn sem að Ísland tekur þátt, en haft var samband við Axel frá Callebaut í Danmörku fyrir ekki nema tveimur vikum síðan og honum boðið þátttaka. Þetta er ansi stuttur tími sem að Axel fær í undirbúning á meðan að aðrir keppendur eru með gott forskot og eru búnir að æfa sig í 4 til 6 mánuði. Axel flýgur út 16. mars og keppir 18. mars næstkomandi, en er ekki mikill kostnaður að taka þátt í þessari keppni?
Stór ástæða fyrir þátttöku minni er vegna þess að kostnaður er lítill, Callebaut styrkir mig með um 200 kg af súkkulaði, sér um kostnaðinn á flugi fyrir mig og Hinrik og einnig með marga og góða styrktaraðila, þar á meðal, Sælkeradreifingu, Garra, Nóa Síríus, Matvís o.fl. Vinnutapið er mest því ég er ekkert að vinna á meðan að æfingar standa yfir.
, sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is en hann æfir núna á hverjum degi frá klukkan 08:00 að morgni til 22 á kvöldin í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi.
Hinrik Carl Ellertsson, yfirmatreiðslumeistari á Spírunni fer með Axel til Danmörku sem aðstoðarmaður.
Mikilvægt er að fá Hinrik með út, meðan ég er uppi í skóla að æfa mig þá sér hann um allt hitt, bókar flug, bíl og hótel og planar alla ferðina svo ég get einbeitt mér að æfa mig á meðan. Svo mun hann aðstoða mig við að setja stykkið upp í keppninni.
, segir Axel.
Verða einhverjar pakkaferðir fyrir þá sem vilja fara með og styðja við bakið á þér?
Ekki í þetta skipti, vonandi ef maður tekur þátt í WCM einn daginn (World chocolate masters).
Hvað ertu að fara með mikinn búnað með þér á keppnina?
Ég fer með mikið súkkulaði, eða um 50 kg sem ég tek með í handfarangur. Svo allskyns önnur áhöld, hnífar, spaðar, spreybyssur, súkkulaðipottar o.fl.
Er mikið álag og stress á þér fyrir keppnina?
Það koma mismunandi dagar, þetta er mjög lítill fyrirvari að fara út og mikil pressa er á mér næstu tvær vikurnar. Ég er að fá góð ráð og góða hjálp frá fagmönnum hér á landi eins og frá Ásgeir Þór Tómasson, Hafliða Ragnars, Ásgeir Sandholt, Viggó Karl, Gunnlaugur Örn og Hinrik Carl.
Hefur þú verið að spá í hvernig aðrir keppendur undirbúa sig, æfa og hvernig þeirra sýningarstykki kemur til með að vera?
Gott sem ekkert, einn af mínum góðum vinum í Danmörku Gabriel pressaði á mig að koma og hann er að keppa. Mín reynsla er ekki mikil þegar kemur að svona keppnum þannig þetta er ekkert nema frábært tækifæri til þess að komast út og æfa sig og sjá hvað býður manns. Maður verður að byrja einhverstaðar og ef maður hefur marga styrktaraðila bak við sig þá getur maður ekki sagt nei, annars fer maður aldrei út.
, sagði Axel að lokum, en hann kemur til með að kynna sjálfan sig á morgun laugardag á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldin er í Kórnum í Kópavoginum.
Myndir: Hinrik
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður