Viðtöl, örfréttir & frumraun
Axel hefur í nógu að snúast
Bakarinn og konditorinn Axel Þorsteinsson hefur í nógu að snúast þessa dagana, en hann hefur yfirumsjón á fjölmörgum bakaríum, kaffihúsum og veitingastöðum í sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Nú fyrir stuttu keppti Axel í eftirréttarkeppni í Kúveit og gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni með glæsibrag. Sjá keppnisfyrirkomulag hér.
Keppt var í mörgum flokkum og starfsfólk frá þeim veitingastöðum, sem Axel er með yfirumsjón á, voru einnig sigursæl og komu 4 silfur,- og 8 bronsverðlaun í hús, glæsilegur árangur þar.
Princi opnar
19. febrúar s.l. opnaði enn einn veitingastaðurinn sem heitir Princi sem staðsettur er í verslunarmiðstöðinni Avenues í Kúveit.
Princi tekur 130 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil og yfirkokkur þar er Kurt Abrahams.
Lífið hjá Axel er ekki alltaf dans á rósum, en 6 veitingastaðir á hans vegum hafa lokað inn í sal á veitingastöðunum og er einungis boðið upp á take away afgreiðslu, vegna COVID-19 Kórónaveirunnar þar í landi. Sölutölur fyrirtækjanna hríðfellu um sjötíu prósent s.l. tvær vikur.
„Mitt hlutverk er að sjá um veitingastaðina á vegum Bouchon Bakery, Cafe coco, Veranda og núna Princi. Ég þarf að sjá til þess að gæði séu á öllum stöðum, matseðla og hanna næstu staði sem við verðum með.
Við erum að horfa meira á Dubai, þar sem við viljum koma Princi og Bouchon betur inn eins og okkur hefur tekist í Kuwait.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is
Þetta er níundi staðurinn sem að Axel opnar í miðausturlöndunum, þ.e. í Dubai, Abu Dhabi, Kúveit, Qatar og Bahrain.
Sjá fleiri greinar um Axel hér.
Mynd: úr einkasafni / Axel Þorsteinsson
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa