Viðtöl, örfréttir & frumraun
Axel hefur í nógu að snúast
Bakarinn og konditorinn Axel Þorsteinsson hefur í nógu að snúast þessa dagana, en hann hefur yfirumsjón á fjölmörgum bakaríum, kaffihúsum og veitingastöðum í sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Nú fyrir stuttu keppti Axel í eftirréttarkeppni í Kúveit og gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni með glæsibrag. Sjá keppnisfyrirkomulag hér.
![Axel Þorsteinsson](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/03/axel-3-1024x682.jpg)
Keppt var í mörgum flokkum og starfsfólk frá þeim veitingastöðum, sem Axel er með yfirumsjón á, voru einnig sigursæl
Keppt var í mörgum flokkum og starfsfólk frá þeim veitingastöðum, sem Axel er með yfirumsjón á, voru einnig sigursæl og komu 4 silfur,- og 8 bronsverðlaun í hús, glæsilegur árangur þar.
Princi opnar
19. febrúar s.l. opnaði enn einn veitingastaðurinn sem heitir Princi sem staðsettur er í verslunarmiðstöðinni Avenues í Kúveit.
Princi tekur 130 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil og yfirkokkur þar er Kurt Abrahams.
Lífið hjá Axel er ekki alltaf dans á rósum, en 6 veitingastaðir á hans vegum hafa lokað inn í sal á veitingastöðunum og er einungis boðið upp á take away afgreiðslu, vegna COVID-19 Kórónaveirunnar þar í landi. Sölutölur fyrirtækjanna hríðfellu um sjötíu prósent s.l. tvær vikur.
„Mitt hlutverk er að sjá um veitingastaðina á vegum Bouchon Bakery, Cafe coco, Veranda og núna Princi. Ég þarf að sjá til þess að gæði séu á öllum stöðum, matseðla og hanna næstu staði sem við verðum með.
Við erum að horfa meira á Dubai, þar sem við viljum koma Princi og Bouchon betur inn eins og okkur hefur tekist í Kuwait.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is
Þetta er níundi staðurinn sem að Axel opnar í miðausturlöndunum, þ.e. í Dubai, Abu Dhabi, Kúveit, Qatar og Bahrain.
Sjá fleiri greinar um Axel hér.
Mynd: úr einkasafni / Axel Þorsteinsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita