Nemendur & nemakeppni
Átta nemendur hófu nám í kjötiðn við VMA – Myndir
Núna á haustönn hófu átta verðandi kjötiðnaðarmenn nám í kjötiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA). Námið er í nánu samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska og þar eru allir þessir átta nemendur við störf – fjórir í starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri og fjórir á Svalbarðseyri.
Kjötiðn er faggrein sem fellur undir nám á matvælabraut VMA. Eins og hér má sjá þurfa nemendur að hafa lokið ákveðnum áföngum grunnnáms matvælagreina til að hefja nám í kjötiðn og einnig þurfa þeir að vera á námssamningi í faginu.
Námið er bæði verklegt og bókleg fagnám. Bóklegi hlutinn er í fjarnámi en Rúnar Ingi kennir verklega þáttinn þrjá daga í mánuði. Kennt er í húsnæði við Fjölnisgötu á Akureyri þar sem höfuðstöðvar Kjarnafæðis voru áður.
Miðað er við að nám í kjötiðn sé þrjár annir í skóla – auk áskilins tíma í verklegu námi.
Skortur hefur verið á lærðum kjötiðnaðarmönnum og því ber að fagna að nú séu þessir átta nemendur komnir á fullt í námi til fullgildra starfsréttinda í kjötiðn.
Síðastliðinn föstudag komu nemendur og Rúnar Ingi lærifaðir þeirra upp í VMA og kynntu afrakstur vinnu sinnar að undanförnu. Þar gaf að líta mismunandi útfærslur í lamba-, nauta- og svínakjöti.
Starfsmenn skólans létu ekki happ úr hendi sleppa og keyptu dýrindis steikur fyrir helgina. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum