Nemendur & nemakeppni
Átta nemendur hófu nám í kjötiðn við VMA – Myndir
Núna á haustönn hófu átta verðandi kjötiðnaðarmenn nám í kjötiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA). Námið er í nánu samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska og þar eru allir þessir átta nemendur við störf – fjórir í starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri og fjórir á Svalbarðseyri.
Kjötiðn er faggrein sem fellur undir nám á matvælabraut VMA. Eins og hér má sjá þurfa nemendur að hafa lokið ákveðnum áföngum grunnnáms matvælagreina til að hefja nám í kjötiðn og einnig þurfa þeir að vera á námssamningi í faginu.
Námið er bæði verklegt og bókleg fagnám. Bóklegi hlutinn er í fjarnámi en Rúnar Ingi kennir verklega þáttinn þrjá daga í mánuði. Kennt er í húsnæði við Fjölnisgötu á Akureyri þar sem höfuðstöðvar Kjarnafæðis voru áður.
Miðað er við að nám í kjötiðn sé þrjár annir í skóla – auk áskilins tíma í verklegu námi.
Skortur hefur verið á lærðum kjötiðnaðarmönnum og því ber að fagna að nú séu þessir átta nemendur komnir á fullt í námi til fullgildra starfsréttinda í kjötiðn.
Síðastliðinn föstudag komu nemendur og Rúnar Ingi lærifaðir þeirra upp í VMA og kynntu afrakstur vinnu sinnar að undanförnu. Þar gaf að líta mismunandi útfærslur í lamba-, nauta- og svínakjöti.
Starfsmenn skólans létu ekki happ úr hendi sleppa og keyptu dýrindis steikur fyrir helgina. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






