Nemendur & nemakeppni
Átta nemendur hófu nám í kjötiðn við VMA – Myndir
Núna á haustönn hófu átta verðandi kjötiðnaðarmenn nám í kjötiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA). Námið er í nánu samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska og þar eru allir þessir átta nemendur við störf – fjórir í starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri og fjórir á Svalbarðseyri.
Kjötiðn er faggrein sem fellur undir nám á matvælabraut VMA. Eins og hér má sjá þurfa nemendur að hafa lokið ákveðnum áföngum grunnnáms matvælagreina til að hefja nám í kjötiðn og einnig þurfa þeir að vera á námssamningi í faginu.
Námið er bæði verklegt og bókleg fagnám. Bóklegi hlutinn er í fjarnámi en Rúnar Ingi kennir verklega þáttinn þrjá daga í mánuði. Kennt er í húsnæði við Fjölnisgötu á Akureyri þar sem höfuðstöðvar Kjarnafæðis voru áður.
Miðað er við að nám í kjötiðn sé þrjár annir í skóla – auk áskilins tíma í verklegu námi.
Skortur hefur verið á lærðum kjötiðnaðarmönnum og því ber að fagna að nú séu þessir átta nemendur komnir á fullt í námi til fullgildra starfsréttinda í kjötiðn.
Síðastliðinn föstudag komu nemendur og Rúnar Ingi lærifaðir þeirra upp í VMA og kynntu afrakstur vinnu sinnar að undanförnu. Þar gaf að líta mismunandi útfærslur í lamba-, nauta- og svínakjöti.
Starfsmenn skólans létu ekki happ úr hendi sleppa og keyptu dýrindis steikur fyrir helgina. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“