Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Átta nemendur hófu nám í kjötiðn við VMA – Myndir

Birting:

þann

Átta nemendur hófu nám í kjötiðn við VMA - Myndir

Sjö af átta nemendum í kjötiðn með læriföður sínum, Rúnari Inga Guðjónssyni.

Núna á haustönn hófu átta verðandi kjötiðnaðarmenn nám í kjötiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA). Námið er í nánu samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska og þar eru allir þessir átta nemendur við störf – fjórir í starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri og fjórir á Svalbarðseyri.

Kjötiðn er faggrein sem fellur undir nám á matvælabraut VMA. Eins og hér má sjá þurfa nemendur að hafa lokið ákveðnum áföngum grunnnáms matvælagreina til að hefja nám í kjötiðn og einnig þurfa þeir að vera á námssamningi í faginu.

Námið er bæði verklegt og bókleg fagnám. Bóklegi hlutinn er í fjarnámi en Rúnar Ingi kennir verklega þáttinn þrjá daga í mánuði. Kennt er í húsnæði við Fjölnisgötu á Akureyri þar sem höfuðstöðvar Kjarnafæðis voru áður.

Miðað er við að nám í kjötiðn sé þrjár annir í skóla – auk áskilins tíma í verklegu námi.

Skortur hefur verið á lærðum kjötiðnaðarmönnum og því ber að fagna að nú séu þessir átta nemendur komnir á fullt í námi til fullgildra starfsréttinda í kjötiðn.

Síðastliðinn föstudag komu nemendur og Rúnar Ingi lærifaðir þeirra upp í VMA og kynntu afrakstur vinnu sinnar að undanförnu. Þar gaf að líta mismunandi útfærslur í lamba-, nauta- og svínakjöti.

Starfsmenn skólans létu ekki happ úr hendi sleppa og keyptu dýrindis steikur fyrir helgina. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið