Viðtöl, örfréttir & frumraun
Anton Mosimann leggur svuntuna á hilluna – Mosimann: „Ég get eiginlega ekki farið á eftirlaun…“
Í desember mun svissneski og margverðlaunaði matreiðslumaðurinn Anton Mosimann hætta í eldhúsinu á einkaklúbbi sínum í Belgravia og mun láta syni sína Philipp og Mark taka við.
74 ára gamall hefur Anton eytt næstum sextíu árum í eldhúsinu, en hann hefur verið útnefndur yfirmatreiðslumaður í Dorchester þá aðeins 28 ára gamall og jafnframt sá yngsti til að ná þeim árangri. Fengið tvær Michelin stjörnur og eldað fyrir fjórar kynslóðir kóngafólks, þar á meðal viðburði eins og Demantahátíð drottningarinnar. Hefur séð um brúðkaup hertoganna og hertogaynjunnar af Cambridge og séð um morgunverði hertogans og hertogaynjunnar af Sussex með Clare Smyth.
Matargerðarstíll Mosimann er „cuisine naturelle,“ þar sem hann leggur áherslu á heilbrigt og náttúrulegt hráefni og forðast að bæta við fitu og áfengi, sem þýðir að áherslan er fókuseruð á bragðið í hráefninu.
Árið 1985 gaf hann út samnefnda matreiðslubók, „Cuisine Naturelle“.
Mosimann sagði í samtali við The Times að þrátt fyrir að hann hætti störfum í London, þá mun hann halda áfram að vinna á matreiðslu-akademíunni í Geneva.
„Ég get eiginlega ekki farið á eftirlaun,“ sagði hann. „Það er eitt orð sem ég hef aldrei verið góður í að segja, og það er „nei“.“
Myndir: mosimann.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin