Vertu memm

KM

Alþjóðadagur matreiðslumanna

Birting:

þann

Uppákoma verður haldin í Smáralind, laugardaginn 20. október milli klukkan 13:00 og 15:00, þar sem áhugasömum verður boðið upp á fræðslu og veitingar.
 
Annars verða góðir gestir hjá KM og Beinvernd nk. laugardag:
 
Heilbrigðisráðherra og fjölmiðlum verður boðið á uppákomuna.
 
MS mun baka stóra skyrtertu sem verður í laginu eins og stórt bein.
Á tertunni verður áletrað Beinlínis hollt og lógó KM.
Tertunni verður komið fyrir á neðri hæð Smáralindar fyrir framan Hagkaup.
Staðsetningin hentar vel þar sem gólfpláss er mikið, aðgengi er gott og það sama má segja um flæði um svæðið.
 
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra skeri fyrstu sneiðarnar og gefi tveimur börnum, dreng og stúlku.
Þannig undirstrikar ráðherra mikilvægi þess að nauðsynlegt sé að huga að beinheilsu frá unga aldri.
 
Í Smáralind laugardaginn 20. október klukkan 13:00-15:00

  • Ávarp heilbrigðisráðherra
  • Myndataka – þar sem heilbrigðisráðherra sker fyrstu tertusneiðarnar fyrir ungan dreng og stúlku, því næst fær hann sér sjálfur tertusneið.
  • Veitt verða viðtöl við talsmann Beinverndar, dr. Björn Guðbjörnsson og heilbrigðisráðherra.
  • Almenningur fær fría ráðgjöf og fræðslu þar sem aðgengilegir verða bæklingar, fréttabréf og áhættupróf Beinverndar.

Boðsgestir m.a.

  • Formaður heilbrigðisnefndar Alþingis
  • Nefndarmenn í heilbrigðsinefnd
  • Starfsmenn Mjólkursamsölunnar
  • Velunnarar Beinverndar
  • Fagfólk sem kemur að málefnum Beinverndar
  • Framkvæmdastjóri Lýðheilsustöðvar

Fjölmiðlun:
Vegna Beinverndardagsins verða eftirtalin gögn send út:

  • Fréttatilkynningar
  • Ítarefni
  • Bréf til ráðherra
  • Bréf/boðskort til boðsgesta
  • Greinar til birtingar í dagblöðum
  • Viðtöl í ljósvakaþáttum

Félagsmenn í Klúbbi matreiðslumeistara geta lagt okkur lið þessa tvo klukkutíma á morgun laugardag og hjálpað okkur að skera þessa köku.

Áhugasamir geta haft samband við Ingvar Sigurðsson, netfang:  [email protected] eða mætt í fullum herklæðum (hvítum kokkajakka og svörtum buxum) á morgun milli 13 & 15.

Fréttatilkynning frá Klúbbi Matreiðslumeistara

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið