Uppskriftir
Alfredo kjúklingapasta
Heildartími: 20 mín
Undirbúningstími: 15 mín
Hentar fyrir 4
Hráefni
- 1 msk. ólífuolía
- 1 laukur, fínt saxaður
- 450 g kjúklingalundir, skornar langsum
- 300 g spergilkál, sprotar skornir frá stilknum
- 280 g sveppir, skornir í helminga
- 100 ml matreiðslurjómi
- 10 g kjúklingateningur frá Knorr
- 300 g fettuccine-pasta
- 50 g rifinn parmesan-ostur
- Svartur pipar
Aðferð
Skref 1
Hitaðu ólífuolíu á pönnu og steiktu lauk, kjúklingastrimla, spergilkál og sveppi þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Bættu matreiðslurjóma og kjúklingateningi saman við. Láttu réttinn malla á vægum hita og hrærðu af og til.
Skref 2
Sjóddu pasta skv. leiðbeiningum á pakka og settu örlitla ólífuolíu út í vatnið. Þegar pastað er fullsoðið, settu það út á pönnuna með töng. Ekki hella vatninu frá, því svolítið pastasoð gefur sósunni bragð.
Skref 3
Hækkaðu hitann og hrærðu vel þar til pastað hefur blandast sósunni almennilega.
Skref 4
Bættu osti saman við og hrærðu duglega. Ef þér finnst sósan vera of þykk getur þú bætt við meiru pastasoði.
Skref 5
Settu hæfilegan skammt á hvern disk, stráðu hakkaðri steinselju yfir ef vill og kryddaðu með pipar. Berðu fram samstundis.
Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes