Uppskriftir
Alfredo kjúklingapasta
Heildartími: 20 mín
Undirbúningstími: 15 mín
Hentar fyrir 4
Hráefni
- 1 msk. ólífuolía
- 1 laukur, fínt saxaður
- 450 g kjúklingalundir, skornar langsum
- 300 g spergilkál, sprotar skornir frá stilknum
- 280 g sveppir, skornir í helminga
- 100 ml matreiðslurjómi
- 10 g kjúklingateningur frá Knorr
- 300 g fettuccine-pasta
- 50 g rifinn parmesan-ostur
- Svartur pipar
Aðferð
Skref 1
Hitaðu ólífuolíu á pönnu og steiktu lauk, kjúklingastrimla, spergilkál og sveppi þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Bættu matreiðslurjóma og kjúklingateningi saman við. Láttu réttinn malla á vægum hita og hrærðu af og til.
Skref 2
Sjóddu pasta skv. leiðbeiningum á pakka og settu örlitla ólífuolíu út í vatnið. Þegar pastað er fullsoðið, settu það út á pönnuna með töng. Ekki hella vatninu frá, því svolítið pastasoð gefur sósunni bragð.
Skref 3
Hækkaðu hitann og hrærðu vel þar til pastað hefur blandast sósunni almennilega.
Skref 4
Bættu osti saman við og hrærðu duglega. Ef þér finnst sósan vera of þykk getur þú bætt við meiru pastasoði.
Skref 5
Settu hæfilegan skammt á hvern disk, stráðu hakkaðri steinselju yfir ef vill og kryddaðu með pipar. Berðu fram samstundis.
Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.

-
Keppni1 dagur síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna