Vertu memm

Frétt

Aðskotahlutir í villisveppaosti og rjómasveppasósu

Birting:

þann

Matvælastofnun varar við neyslu á þremur framleiðslulotum af Villisveppaosti frá Mjólkursamsölunni og einni framleiðslulotu af Rjómasveppasósu sem Aðföng hefur innkallað. Ástæða innköllunar eru aðskotahlutir sem fundust í kryddi sem notað var í framleiðslu á þessum matvælum.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

Villisveppaostur

Villisveppaostur

Villisveppaostur

  • Vöruheiti: MS Villisveppaostur
  • Strikamerki: 5690516059156
  • Nettómagn: 150 gr
  • Best fyrir dagsetning: 01.03.2023, 08.03.2023 og 18.03.2023
  • Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C
  • Dreifing: Almenn dreifing um landið

Rjómasveppasósa

Íslandssósur Rjómasveppasósa

Rjómasveppasósa

  • Vöruheiti: Íslandssósur Rjómasveppasósa
  • Strikamerki: 5690350194617
  • Nettómagn: 500 ml
  • Best fyrir dagsetning: 16.10.2022
  • Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C
  • Dreifing: Allar verslanir Bónus og Hagkaups, auk Hlíðarkaups á Sauðárkróki

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í næstu verslun.

Myndir: mast.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið