Smári Valtýr Sæbjörnsson
Aðalfundur BCI
Ágætu barþjónar, aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 28. október 2015 á Veitingahúsinu Einari Ben.
Fundurinn hefst kl. 17.00.
Efni fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf, stjórnarkosning, framtíðar horfur RCW og sitthvað fleira
Kosið verður um forseta Barþjónaklúbbsins til tveggja ára og um aðra stjórnarmeðlimi til eins árs.
Núverandi stjórn er skipuð eftirfarandi meðlimum :
Tómas Kristjánsson – forseti BCI
Margrét Gunnarsdóttir
Guðmundur Sigtryggsson
Elna María Tómasdóttir
Agnar Fjelsted
Leó Ólafsson
Áhugasamir meðlimir og allir þeir barþjónar sem hafa tekið þátt í keppnum á vegum klúbbsins hafa kosningarrétt og mega bjóða sig fram í stjórn BCI.
Allir barþjónar mega mæta og skrá sig í klúbbinn og taka þátt í kvöldinu.
Að loknum aðalfundi býðst fundarmönnum að taka þátt í 2ja rétta kvöldverði með kaffi á Einari Ben sem kostar aðeins 3.500.- pr. mann.
Vínumboðið Mekka mun bjóða upp á veglegar veitingar yfir kvöldverðinum.
Skráning á fundinn er ekki nauðsynleg en þeir sem ætla í kvöldverðinn að loknum fundi eru beðnir að skrá sig á email : [email protected]
Stjórn BCI

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?