Reykjavík Bar Summit
A21 sigraði Reykjavík Bar Summit 2016
Kokkteilkeppnin Reykjavík Bar Summit var haldin hátíðlega í annað sinn í miðborg Reykjavíkur þar sem 16 barir víðsvegar um heiminn kepptu á Kex Hostel.
Keppendur höfðu 15 mínútur til að gera einn drykk úr sínu lókal hráefni, einn drykk úr íslensku hráefni og einn af sínum einkennisdrykkjum.
Dómarar þeir Tom Zyankali, Philip Duff, Lynnette Marrero og Ásgeir Már Björnsson áttu úr vöndu að ráða því drykkirnir í ár voru mjög góðir, frumlegir og ljóst að metnaður keppenda var mikill.
Sigurvegari Reykjavík Bar Summit 2016 kokkteilkeppninni varð A21 frá Helsinki í Finnlandi, en fyrir þeirra hönd kepptu þau Laura Nissinen og Patrick Seppä. Einkennisdrykkur A21 heitir Sex in the Forest.
Í öðru sæti var Holmens Kanal frá Kaupmannahöfn og keppendur þar heita Viktor Hagglund og Roy Atarodi.
Í þriðja sæti var Little Red Door frá París og keppendur þar heita Remy Savage og Maxime Le Gal.
Battle of Continents í Hörpu
Einnig var keppnin „Battle of Continents“ haldin á Reykjavik Bar Summit þar sem 40 barþjónar frá flottustu börum í Evrópu og Ameríku kepptu sín á milli.
Að þessu sinni var keppnin haldin í Hörpu 2. mars s.l. og var barþjónunum skipt í tvö lið, þannig að Ameríka gegn Evrópu. Hvert lið fyrir sig fékk stuttan tíma til að útbúa 5 drykkja kokkteilseðil. Gerðir voru yfir 2800 kokteilar og er það líklega flesti fjöldi kokteila sem seldur er á einu kvöldi á einum stað á Íslandi.
Það var síðan Evrópu liðið sem sigraði með mjög litlum mun.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/reykjavik-bar-summit/feed/“ number=“6″ ]
Myndir: Roman Gerasymenko
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





















