Viðtöl, örfréttir & frumraun
Á þitt fyrirtæki heima á Fjárfestahátíð Norðanáttar?
Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki til að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta.
Sjá einnig: Vel heppnuð fjárfestahátíð á Siglufirði – Sigló veitingar grilluðu fyrir gesti – Myndir og vídeó
Á þitt fyrirtæki heima á Fjárfestahátíð Norðanáttar?
Þeir sem geta sótt um:
-
Sprotafyrirtæki: Verkefni á fyrsta stigi fjármögnunar sem leita eftir fjármögnun á bilinu 20 m.kr. til 100 m.kr.
-
Vaxtarfyrirtæki: Verkefni sem hafa fengið fjármögnun, eða vaxið af eigin tekjum, en þurfa aukið fjármagn til að stækka enn frekar og leita eftir fjármögnun upp á 100 m.kr. eða meira.
Öll sem telja verkefni sín falla undir orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir, er frjálst að senda inn umsókn. Með umsókn skal fylgja glærukynning (e. pitch deck) samkvæmt eftirfarandi uppskrift:
-
Forsíða (logó og oneliner)
-
Vandamálið sem þið eruð að leysa
-
Lausn (hvernig þið leysið vandamálið)
-
Varan eða þjónustan (hvernig virkar hún)
-
Sérstaða lausnarinnar umfram aðrar lausnir á markaði
-
Markaðurinn (stærð og staða markaðar sem þið stefnið inn á)
-
Grip á markaðnum (árangur hingað til sem sýnir „proof of concept“)
-
Tímalína (vörður hingað til og áfangar framundan)
-
Tekjumódel
-
Fjármögnun
-
Teymið og tengiliðaupplýsingar
Allar umsóknir sem berast fara fyrir sérstaka valnefnd. Verkefnin sem valin verða af valnefnd fá að kynna verkefni sín á Fjárfestahátíðinni á Siglufirði fyrir fullum sal af fjárfestum, ásamt því að fá að taka þátt í sjálfri hátíðinni. Teymin sem verða valin munu einnig fá þjálfun og leiðsögn hjá sérfræðingum sem tryggja góðan undirbúning fyrir stóra daginn á Siglufirði.
Þjálfun og þátttaka á hátíðinni er frumkvöðlum að kostnaðarlausu, en gerð er krafa um að teymin komi sér sjálf til Siglufjarðar.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við verkefnastjóra Norðanáttar á netfangið kolfinna@eimur.is
Sótt er um á nordanatt.is á vefsvæði fjárfestahátíðarinnar
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2024.
Myndband frá fjárfestahátíðinni Norðanátt sem haldin var á Siglufirði í mars 2023.
Mynd og myndband: nordanatt.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars