Keppni
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
World Class barþjónakeppnin er farin af stað en Ísland mun taka þátt annað hvert ár og í maí kemur í ljós hver er besti barþjónn landsins þegar lokakeppnin fer fram.
Fyrsta námskeiðið snérist um hágæða ginið Tanqueray nr.10 sem er einmitt komið í nýjar og glæsilegar umbúðir. Barþjónar hafa tæpar tvær vikur til að skila inn tveimur drykkjum sem eiga að snúast um „Industry Legends“ eða hetjur úr bransanum. Annar drykkurinn á að vera fordrykkur eða „welcoming drink“ og má ekki vera of sterkur í alkóhóli en hinn má vera sterkari.
Það verður spennandi að sjá hvaða barþjónar og frá hvaða stöðum komast áfram og eru bestu kokteilbarir landsins. Það verður skorið niður í Topp 20 í mars úr innsendingum en sagan og upplifun í kringum drykkina skorar næstum jafn hátt og bragð og útlit.
Einnig skiptir máli hversu vel kokteilarnir passa við verkefnið og hvort þessi hetja úr bransanum yrði ánægð með útkomuna. Auka stig er gefið fyrir gaum að áfengisinnihaldi í hvorum drykk fyrir sig.
World Class er spennandi keppni sem snýr að alhliða barmennsku þar sem barþjónar þurfa að sækja mörg námskeið, skila inn mörgum drykkjum út frá þemum, hugsa út fyrir boxið og efla færni sína á allan hátt.
Með fylgja myndir frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var 11. febrúar s.l. á efri hæð Röntgen.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt4 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri