Vertu memm

Starfsmannavelta

Andreas Antona hættir eftir hálfa öld í veitingageiranum

Birting:

þann

Michelin kokkurinn og veitingamaðurinn Andreas Antona

Andreas Antona

Eftir 50 ára feril í veitingageiranum hefur breski Michelin kokkurinn og veitingamaðurinn Andreas Antona tilkynnt um starfslok eftir 50 ár í veitingageiranum. Antona er þekktastur fyrir að hafa stofnað veitingastaðina Simpsons í Birmingham og The Cross í Kenilworth, sem báðir hafa hlotið Michelin-stjörnur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Antona.

Hann setur Michelin-stjörnustaðinn Simpsons í Birmingham á sölu til að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og sinna persónulegum áhugamálum. Hann mun áfram sinna hlutastarfi við The Cross í Kenilworth og Soko Patisserie. Antona, sem hóf feril sinn í Þýskalandi og Sviss, hefur haft mikil áhrif á matargerð og þjálfað marga þekkta kokka.

Mynd: simpsonsrestaurant.co.uk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið