Markaðurinn
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
Á Íslandi er mikil gróska í handverksbakaríum þar sem lögð er alúð við þrautreyndar aðferðir við bakstur brauða og sætabrauða. Þá er lögð áhersla á að nota gott og vandað hráefni og tækni sem bakarar hafa þróað öldum saman.
Nú stuttu fyrir áramót var hinn virti og margverðlaunaði franski bakari, Remy Corbert, staddur á Íslandi að fræða íslenska bakara um súdeigs- og sætabrauðsbakstur.
Remy fór yfir mismunandi bökunartækni, áferðir og hönnun súrdeigsbrauða. Þá kenndi hann einnig aldagamlar franskar aðferðir við að rúlla vínarbrauðsdeig.
Námskeiðið var haldið af Iðunni fræðslusetri í samstarfi við Remy sem er yfirþjálfari norska bakaralandsliðsins og ef marka má myndir af afrakstri bakara á námskeiðinu eiga íslenskir bakarísunnendur von á góðu.
- Remy Corbert
- Axel Þorsteinsson bakari-, og konditor
- Steinn Óskar Sigurðsson leiðtogi matvæla- og veitingagreina pósar fyrir ljósmyndara
Litfögur vínarbrauð rúlluð eftir hundrað ára gamalli aðferð, vandlega löguð súrdeigsbrauð, croissant og brioche brauð með súkkulaði var á meðal þess sem Remy þjálfaði íslenska bakara í.
- Remy Corbert
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini































































