Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
Sex veitingastaðir eru í mathöllinni í Glerártorgi á Akureyri sem opnar í dag. Áætlað er að hafa opið til klukkan um það bil níu eða tíu á kvöldin. Veitingastaðirnir sex eru eftirfarandi:
Lacuisine – franskt bistro
Oshi – sushi
Retro chicken, þar sem djúpsteiktur kjúklingur er á boðstólum
Fuego taqueria – mexíkanskur veitingastaður
Strýtan – kaffihús og kokteilabar með skandinavísku ívafi
Pizza Popolare – sem líkt og nafnið gefur til kynna er pizzastaður
Rekstraraðilar mathallarinnar eru frændurnir Guðmundur Pétursson og Aron Lárusson en þeir reka saman pizzustaðinn Pizza Popolare í Pósthús Mathöll í Reykjavík, og eru búsettir þar. Guðmundur hefur verið kokkur í 22 ár og Aron er með bakgrunn í fjarskiptaumhverfinu og lærður viðskiptafræðingur.
Gott úrval í mathöllinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi bæði í mat og drykk.
Mynd: aðsend

-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata