Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
SKÁL opnar formlega á Njálsgötunni
Veitingastaðurinn Skál hefur flutt frá Hlemmi Mathöll í nýtt framtíðarheimili að Njálsgötu 1 í Reykjavík.
Skál var stofnað af þremur vinum þeim Birni Steinari, Gísla Matt og Gísla Grímssyni en nú hefur bæst í eigendahópinn yfirkokkurinn Thomas Lorentzen og veitingastjórinn Jonathan Sadler.
„Við leggjum mikla ástríðu í matinn…“
„Við leggjum mikla ástríðu í matinn þar sem við leitumst eftir að finna besta hráefni sem við getum fengið hér og búum til rétti með frumlega nálgun á íslenskt hráefni en að sama skapi afar fallega og bragðgóða rétti.
Maturinn er leiddur af yfirkokki okkar og nýjum meðeiganda Thomas Lorentzen sem hefur gríðarlega reynslu frá Kaupmannahöfn.“
Segir Gísli Matt.
„Þjónustan og vínseðillinn er leiddur af Jonathan Sadler þar sem aðaláhersla er lögð á vönduð náttúruvínum sem við flytjum inn sjálfir af frábærum víngerðarfólki víðsvegar frá Evrópu.
Við erum einnig mjög stoltir að vera með einn besta barþjón landsins Hrafnkel Inga sem hefur unnið til ótal verðlauna fyrir störf sín í faginu á sínum langa ferli.“
- SKÁL opnar formlega á Njálsgötunni – Mynd: Gunnar Freyr / @Gunnargunnar
- SKÁL opnar formlega á Njálsgötunni – Mynd: Björn Árnason
SKál hlaut viðurkenningu Michelin Bib gourmand árið 2019. Veitingastaðurinn hefur hlotið titilinn „Best goddamn restaurant in Reykjavík“ frá tímaritinu RVK Grapevine 2020, 2022, 2023 og 2024.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays










